Körfubolti

Miami komið áfram | Indiana í vondum málum

LeBron brosir í leiknum í nótt. Fyrsta umferð var eins og létt æfing fyrir Miami.
LeBron brosir í leiknum í nótt. Fyrsta umferð var eins og létt æfing fyrir Miami. vísir/getty
Meistarar Miami Heat urðu í nótt fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í aðra umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Miami lenti aldrei í neinum stórkostlegum erfiðleikum gegn Bobcats. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Miami í nótt og Chris Bosh 17. Kemba Walker stigahæstur hjá Charlotte með 29 stig.

Það er allt í járnum hjá Texas-liðunum Dallas og San Antonio en Spurs jafnaði metin í nótt. Manu Ginoboli skoraði 23 stig fyrir Spurs en Monta Ellis skoraði 20 fyrir Mavericks.

Atlanta er komið með 3-2 forskot í einvíginu gegn Indiana og því einum sigri frá því að slá Indiana óvænt úr keppni. Sagan er ekki með Indiana því félagið hefur aldrei komist áfram eftir að hafa lent 3-2 undir.

Shelvin Mack skoraði 20 stig fyrir Atlanta en Paul George atkvæðamestur hjá Indiana með 26 stig.

Úrslit (staðan í einvíginu):

Charlotte-Miami  98-109 (0-4)

Indiana-Atlanta  97-107 (2-3)

Dallas-San Antonio  89-93 (2-2)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×