Sport

Grafalvarleg staða í undirbúningi ÓL 2016

Inngangur í Ólympíugarðinn í Ríó.
Inngangur í Ólympíugarðinn í Ríó. vísir/getty
Það styttist í Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 en undirbúningur fyrir leikana hefur gengið mjög illa.

Svo illa að varaforseti Alþjóða ólympíusambandsins, John Coates, segir að staðan sé sú versta frá upphafi. Gripið hefur verið til aðgerða, sem ekki hefur þurft að gera áður, til þess að leikarnir nái að fara fram yfir höfuð.

„Ástandið er grafalvarlegt,“ sagði Coates en það er nóg að gera í Brasilíu enda byrjar HM í fótbolta eftir 44 daga í landinu.

Þegar Coates lætur slíkar sleggjur falla þá hlusta menn enda hefur hann verið að vinna í þessum málum í 40 ár.

Hann er búinn að fara í sex ferðir til Ríó til þess að taka út stöðuna.

„Þetta er það versta sem ég hef séð á mínum ferli og við höfum miklar áhyggjur af stöðunni. Þeir eru ekki tilbúnir að halda leikana á svo mörgum sviðum. Við verðum að bregðast við og það strax,“ sagði Coates.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×