Körfubolti

Pavel: Tapið merki um sálfræðilegan veikleika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pavel Ermolinskij segir að vandræði KR-inga gegn Stjörnunni í kvöld hafi byrjað með slökum varnarleik.

„Þegar varnarleikurinn er svona þá er erfitt fyrir okkur að spila þann sóknarleik sem við viljum. Við viljum hlaupa fram og fá opin skot en við fengum þau ekki vegna þess að þeir skoruðu nánast í hverri sókn.“

„Þess fyrir utan hittum við illa og ekki með hugann við verkefnið. Það var klárlega vottur af kæruleysi í okkar liði, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við ætluðum okkur rúlla yfir andstæðinginn líkt og um deildarleik væri að ræða.“

„En það er bara allt annað að spila í undanúrslitum í úrslitakeppnini. Nú fengum við spark í rassinn í fyrsta leiknum og svöruðum því. Það er því alls ekki gott að detta niður í þriðja leiknum en það er merki um sálfræðilegan veikleika.“

KR tapaði síðast fyrir Grindavík í byrjun janúar og Pavel segir að leikurinn í kvöld sé sá langversti síðan þá. „Það gefur augaleið. Við vorum svo lengi á sjálfstýringu þar sem við lentum ekki oft í erfiðum leikjum. Ég held að við séum ekki vanir alvöru leikjum eins og við fengum í kvöld og það er að valda okkur vandræðum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×