Fótbolti

Dortmund kaupir Sahin frá Real Madrid í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nuri Sahin.
Nuri Sahin.
Borussia Dortmund ákvað að nýta sér klásúlu í lánssamningi Nuri Sahins og kaupa hann frá Real Madrid sem þýðir að hann fer ekki aftur til spænska liðsins eftir tímabilið.

Tyrkinn er á láni hjá Dortmund frá Real en þýska liðinu bauðst alltaf að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð að lánstímanum loknum þar sem Real vill lítið með Sahin gera.

Sahin sló í gegn með Dortmund tímabilið 2010/2011 þegar liðið varð meistari en hann var þá keyptur til Real Madrid. Þar náði hann aldrei fótfestu og var lánaður til Liverpool áður en hann komst aftur á Signal Iduna-leikvanginn.

Sahin, sem er fæddur nálægt Dortmund í Ludenscheid, hefur spilað alla leiki liðsins í deildinni á tímabilinu og er aftur orðinn lykilmaður í liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×