Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 89-73 | Grindavík leiðir 2-1 Kristinn Páll Teittsson í Röstinni skrifar 11. apríl 2014 17:34 Vísir/Valli Grindvíkingar sýndu hvað í þeim býr í öruggum sigri á Njarðvík í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar leiddu leikinn frá fyrstu mínútu og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Með sigrinum náði Grindavík 2-1 forskoti í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar en leikur fjögur fer fram í Njarðvík á mánudaginn og geta Grindvíkingar bókað sæti sitt í úrslitum með sigri þar. Njarðvíkingar unnu fyrsta leik liðanna í Röstinni en Grindvíkingar svöruðu með öruggum sigri í Ljónagryfjunni á mánudaginn. Þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sæti sitt í úrslitum og vissu liðin að með sigri í kvöld væri staðan orðin afar vænleg. Grindvíkingar, líkt og venjan hefur verið í einvíginu byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu strax í upphafi fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar voru lengi af stað og voru slakir sóknarlega í fyrsta leikhluta en varnarleikur liðsins hélt liðinu inn í leiknum. Í öðrum leikhluta byrjuðu Grindvíkingar aftur betur og höfðu yfirburði lengst af í leikhlutanum. Mest náðu Grindvíkingar tólf stiga forskoti en Njarðvíkingar með Elvar Már Friðriksson í fararbroddi náðu að saxa forskotið niður í átta stig fyrir lok leikhlutans. Illa gekk að koma Tracy Smith Jr. inn í leikinn en hann var aðeins með tvö stig í fyrri hálfleik. Í liði Grindvíkingar var það Jóhann Árni Ólafsson sem fór fyrir liði sínu í fyrri hálfleik með nítján stig. Gestirnir úr Njarðvík náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í upphafi þriðja leikhluta en aftur settu Grindvíkingar í gír og keyrðu á Njarðvíkinga. Earnest Lewis Clinch Jr. vaknaði til lífsins í þriðja leikhluta og setti niður ellefu stig í leikhlutanum og skyndilega voru Grindvíkingar komnir með fjórtán stiga forskot fyrir lokaleikhlutan. Njarðvíkingar náðu að minnka forskotið niður í átta stig í upphafi fjórða leikhluta en tveir þristar á stuttum tíma frá heimamönnum drápu alla stemmingu í liði gestanna. Njarðvíkingum tókst ekki að ógna forskotinu af alvöru eftir það og sigldu Grindvíkingar hægt og bítandi sigrinum örugglega heim í fjórða leikhluta. Njarðvíkingar þurfa að vakna til lífsins ef þeir ætla að kreista fram oddaleik í Grindavík í næstu viku. Það þurfa einfaldlega fleiri leikmenn að stíga upp til þess að eiga möguleika í þetta ógnarsterka Grindarvíkur lið. Þeir fá möguleika til þess næsta mánudagskvöld en þeir verða heldur betur að stíga upp í þeim leik. Jóhann Árni átti góðan leik í liði Grindvíkinga með 26 stig en einnig verður að minnast á Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem einfaldlega átti vítateiginn í kvöld og skilaði fimmtán stigum ásamt því að taka fimmtán fráköst. Í liði Njarðvíkinga stóð Elvar Már upp úr með 22 stig en næst stigahæstur í liðið Njarðvíkinga var Hjörtur Hrafn Einarsson með 15 stig. Sverrir: Liðsheildin er það sem skiptir máli„Við þurfum einn sigur í viðbót, þetta er alls ekkert komið. Við vissum að við gátum ekki breytt fyrsta leiknum en núna höfum við unnið tvo leiki í röð," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Grindvíkingar leiddu annan leikinn í röð frá fyrstu mínútu og var Sverrir ánægður með leikinn. „Við höfum leitt þetta svolítið en þeir eru góðir í því að koma með áhlaup og allir leikirnir hafa verið spennandi fram að lokamínútunum. Við þurfum að halda rétt á spöðunum og ná einum sigri í viðbót, þetta er rétt að byrja. Það telur ekkert að vinna tvo, við þurfum að vinna þrjá til að klára þetta einvígi," Njarðvíkingar náðu að minnka forskot Grindvíkinga í fjögur stig í upphafi þriðja leikhluta en strákarnir hans Sverris settu einfaldlega aftur í gír og náðu aftur upp öruggu forskoti. „Það er auðvitað þæginlegt að spila með öruggt forskot en þegar þeir ná að minnka þetta niður þurftum við að laga ákveðna hluti. Við hertum vörnina, settum í gír sóknarlega og náðum upp okkar leik aftur." „Earnest tók vel af skarið í seinni hálfleik ásamt því að fleiri leikmenn stigu upp. Það þurfa margir að stíga upp til þess að sigra þessa leiki, liðsheildin er það sem skiptir máli ef við ætlum að klára þessa seríu," sagði Sverrir að lokum. Einar: Þurfum miklu meira frá Tracy„Það er alltaf súrt að tapa en það vantaði töluvert uppá hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur, við hittum illa á meðan Grindvíkingar spiluðu vel," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur súr eftir leikinn. „Þeir voru frekari á lausa bolta, þeir börðust meira fyrir þeim sem skilaði þeim nokkrum þristum á mikilvægum tímapunktum í leiknum og það reyndist á endanum dýrt," Það fór margt úrskeiðis í liði Njarðvíkinga í leiknum í kvöld. „Við getum klárlega verið áræðnari að keyra inn að körfunni, það er engin spurning. Menn reyndu að fara inn að körfunni, sérstaklega Elvar en það var of margt sem var ekki í lagi í kvöld. Tracy var víðs fjarri í kvöld og hann er gríðarlega mikilvægur liðinu til að viðhalda jafnvægi í því. Við þurfum miklu meira framlag frá honum, það er á hreinu," Njarðvíkingar náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í þriðja leikhluta en misstu Grindvíkinga jafnóðum fram úr sér aftur. „Við spiluðum fína vörn á þeim tímapunkti en lausu boltarnir voru að detta til þeirra og þeir fá nokkra þrista. Það reyndist okkur gríðarlega erfitt eftir að hafa unnið upp forskotið að vera strax lentir aftur tólf stigum undir og við náðum aldrei að brúa það," Fjórði leikur liðanna fer fram í Njarðvík á mánudaginn en Einari fannst liðið ekki vera komið með bakið upp við vegg. „Að mínu mati erum við litla liðið í þessu einvígi sem er að mæta ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum svo pressan er meiri á þeim. Það vantar meiri gleði og fjör í leik okkar og vonandi náum við að finna það fyrir mánudaginn," sagði Einar. Jóhann Árni: Maður er í þessu til að vinna bikara„Maður þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitin og þetta var skref í rétta átt," sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hógvær eftir leikinn. „Okkur hefur tekist að stjórna leikjunum hingað til en það skiptir engu í næsta leik, við verðum að vera tilbúnir," Grindvíkingum gekk vel að halda miðherja Njarðvíkinga, Tracy Smith í skefjum á meðan Earnest Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur steig upp í þriðja leikhluta. „Kanarnir skipta gríðarlega miklu máli, það er einfaldlega þannig. Við vitum að Tracy er frábær leikmaður og hann kemur eflaust dýrvitlaus í næsta leik. Við verðum að undirbúa okkur fyrir að hann ætli að eiga stórleik og við verðum að vera tilbúnir," Með sigri í næsta leik tryggja Grindvíkingar sæti sitt í úrslitum. „Maður er í þessu til að vinna bikara og við stefnum á að vinna mótið þriðja árið í röð, það er ekkert leyndarmál," Jóhann velti áhlaupum Njarðvíkinga ekki mikið fyrir sér og kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði hann hvort skjálfti hefði komið í leikmenn þegar Njarðvíkingar minnkuðu muninn í fjögur stig. „Ég tók ekki eftir því, ég einbeiti mér að því að spila leikinn og að reyna að skora meira en andstæðingurinn. Tilfinning mín var að við höfðum undirtökin í leiknum og ég satt best að segja pældi ekki í því hversu mikill munurinn var," sagði Jóhann.Grindavík - Njarðvík 89-73 (19-14, 24-21, 27-21, 19-17) Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 26, Earnest Lewis Clinch Jr. 23, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/15 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 7/14 fráköst, Ólafur Ólafsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 22, Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Logi Gunnarsson 12, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst, Ágúst Orrason 5, Egill Jónasson 4, Maciej Stanislav Baginski 3, Ragnar Helgi Friðriksson 1, Brynjar Þór Guðnason 0, Magnús Már Traustason 0. 4. leikhluti | 86-70 : Tæplega tvær mínútur eftir og það er aðeins formsatriði fyrir Grindvíkinga að klára þetta. 4. leikhluti | 84-68 : Clinch með tvist þegar skotklukkan rennur út. Aðeins fjórar mínútur eftir, þetta verður erfiðara með hverri sekúndunni fyrir Njarðvíkinga. 4. leikhluti | 80-66 : Ágúst Orrason setur niður þrist og minnkar muninn í átta stig en Jón Axel Guðmundsson svarar með löngum þrist. Clinch annan þrist strax í næstu sókn og forystu Grindvíkinga skyndilega orðin fjórtán stig. 4. leikhluti | 70-59 : Tracy Smith setur niður þrjú vítaskot af fjórum á upphafsmetrum fjórða leikhluta. 4. leikhluti: Ung stelpa úr Grindavík að næla sér í ársbirgðir af pizzu frá Dominos, allt að gerast hjá Grindvíkingum. Elvar Már kemur inná í upphafi fjórða leikhluta. Spurning hvort Njarðvíkingum takist að snúa taflinu við. 3. leikhluta lokið | 70-56 : Skotklukkan rennur út hjá Njarðvíkingum við mikil fagnaðarlæti Grindvíkinga. Þeir hafa aðeins tæplega tvær sekúndur og Ólafur Ólafsson var nálægt því að setja niður erfiðan þrist en boltinn rúllaði af hringnum og út. 3. leikhluti | 60-52 : Elvar Már sem hefur spilað allar mínútur leiksins til þessa keyrir upp að körfunni og rúllar boltanum ofaní en hefur meiðst eitthvað. Hann haltrar útaf og heldur í kálfann, vonandi er þetta ekki alvarlegt. 3. leikhluti | 60-45 : Flottur kafli hjá Grindvíkingum, Elvar Már minnkaði muninn niður í fjögur stig en þá gáfu heimamenn aftur í. 3. leikhluti | 53-43 : Elvar Már með flotta takta og sallar niður skoti úr miðjum teignum sem minnkar muninn í fjögur stig. Earnest Lewis virðist hinsvegar vera að vakna, þrír þristar á fyrstu fjórum mínútum leikhlutans. 3. leikhluti | 43-38 : Draumabyrjun fyrir gestina, Logi Gunnarsson setur niður þriggja stiga skot og munurinn aðeins fimm stig. Hálfleikstölfræði: Ekki hefur farið mikið fyrir erlendu leikmönnum liðanna. Tracy Smith er aðeins með tvö stig úr fimm skotum en Earnest Lewis Clinch er með fimm stig úr fjórum skotum. Hálfleikstölfræði: Jóhann Árni hefur farið á kostum hérna í fyrri hálfleik með nítján stig en Sigurður Þorsteinsson er næstur í liði Grindvíkinga með átta stig ásamt því að taka niður átta fráköst. Í liði Njarðvíkinga er Elvar Már stigahæstur með ellefu stig ásamt því að Logi Gunnarsson og Hjörtur Hrafn Einarsson eru með níu stig hvor. 2. leikhluta lokið | 43-33 : Grindvíkingar hafa undirtökin í fyrri hálfleik líkt og í fyrri tveim leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Spurning hvort gestirnir úr Njarðvík nái að snúa taflinu aftur við hérna í Röstinni í seinni hálfleik. Munurinn er aðeins átta stig svo þetta er ennþá galopið. 2. leikhluti | 38-31 : Hjörtur Hrafn með langan þrist og Njarðvíkingar stela boltanum strax í næstu sókn, keyra upp og fá tvö vítaskot sem Logi setur niður. Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavík tekur leikhlé. 2. leikhluti | 38-26 : Sóknarleikur Njarðvíkinga kominn í lag en það þarf að herða vörnina. Jóhann Árni Ólafsson að eiga stórleik í fyrri hálfleik í liði Grindvíkinga. Setur niður skot úr erfiðu færi og fær víti þar að auki. Hann setur það niður og er kominn með 16 stig í fyrri hálfleik. 2. leikhluti | 31-22: Elvar að sýna afhverju hann er stíft dekkaður. Kemur með glæsilega sendingu á Tracy Smith sem er einn undir körfunni. 2. leikhluti | 25-14 : Trekk í trekk eru gestirnir úr Njarðvík að koma sér í fína stöðu en skotin eru ekki að detta í teignum. Á sama tíma halda heimamenn áfram að auka muninn. 1. leikhluta lokið | 19-14 : Flottur fyrsti leikhluti af hálfu Grindvíkinga. Þeir eru með Elvar Má í stífri gæslu og gengur Njarðvíkingum illa að ná stigum á töfluna. 1. leikhluti | 15-9 : Njarðvíkingar ekki að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna en halda áfram að reyna. Aðeins búnir að hitta úr einni tilraun af fimm. 1. leikhluti | 10-4 : Tveir þristar í röð frá Grindvíkingum og áhorfendur taka við sér. 1. leikhluti | 4-2 : Sigurður Gunnar með fyrstu fjögur stig Grindvíkinga. 1. leikhluti | 0-0 : Tracy Smith tekur uppkastið og Njarðvíkingar halda í sókn. Fyrir leik: Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvík tók í spaðann á blaðamanni fyrir leik. Ég gerði þetta fyrir fyrsta leikinn og það virkaði sagði Logi léttur. Fyrir leik: Sæti ÍG í fyrstu deild er fagnað fyrir leik og koma leikmenn liðsins úr stúkunni klæddir ýmist í annað hvort Njarðvíkurtreyju eða Grindarvíkurtreyju. Þegar því er lokið er skrifað er undir nýjan styrktarsamning fyrir Grindavík á miðjum velli fyrir framan stuðningsmenn þegar tíu mínútur eru til leiks. Fyrir leik: Þetta er almennilegt, rúmlega korter í leik og stúkan að fyllast. Eitthvað grunar mig að hitastigið hérna inn í Röstinni muni hækka þegar líða tekur á leikinn. Margir grænklæddir í stúkunni enda stutt að fara. Fyrir leik: Spurning hvernig gestunum tekst að halda Earnest Lewis Clinch í skefjum. Earnest skilaði 34 stigum í síðasta leik liðanna en aðeins tíu stigum í fyrsta leik liðanna. Fyrir leik: Sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaleikinn og ljóst er að liðið sem sigrar hér í kvöld er komið í afar vænlega stöðu. Fyrir leik: Ég neita að trúa því að sannir Grindvíkingar missi af þessum leik. Grindavíkurbær á leik í Útsvari í kvöld en það er hægt að sjá það endurtekið á morgun. Skora á alla frá Grindavík og Njarðvík að láta sjá sig í kvöld. Fyrir þá sem vilja halda sig heima er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrir leik: Grindavík sigraði báða leiki liðanna í deildarkeppninni en Njarðvíkurliðið hefur sýnt flotta takta í úrslitakeppninni. Njarðvíkingar sópuðu út Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Grindvíkingar sigruðu einvígi sitt gegn Þór frá Þorlákshöfn 3-1. Fyrir leik: 35 mínútur í leik og það eru þónokkrir mættir í stúkuna. Það verða læti hér í kvöld. Fyrir leik: Vonandi fáum við góðan leik í kvöld í þessum Suðurnesjaslag en í báðum leikjum liðanna í úrslitakeppninni hefur leiknum lokið með útisigri. Grindvíkingar hafa haft frumkvæðið í fyrri hálfleik leikjanna hingað til en í fyrri leik liðanna sneru Njarðvíkingar taflinu við í seinni hálfleik. Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Röstinni þar sem Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti Njarðvík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta en staðan í einvíginu er 1-1. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Grindvíkingar sýndu hvað í þeim býr í öruggum sigri á Njarðvík í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar leiddu leikinn frá fyrstu mínútu og unnu að lokum verðskuldaðan sigur. Með sigrinum náði Grindavík 2-1 forskoti í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar en leikur fjögur fer fram í Njarðvík á mánudaginn og geta Grindvíkingar bókað sæti sitt í úrslitum með sigri þar. Njarðvíkingar unnu fyrsta leik liðanna í Röstinni en Grindvíkingar svöruðu með öruggum sigri í Ljónagryfjunni á mánudaginn. Þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sæti sitt í úrslitum og vissu liðin að með sigri í kvöld væri staðan orðin afar vænleg. Grindvíkingar, líkt og venjan hefur verið í einvíginu byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu strax í upphafi fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar voru lengi af stað og voru slakir sóknarlega í fyrsta leikhluta en varnarleikur liðsins hélt liðinu inn í leiknum. Í öðrum leikhluta byrjuðu Grindvíkingar aftur betur og höfðu yfirburði lengst af í leikhlutanum. Mest náðu Grindvíkingar tólf stiga forskoti en Njarðvíkingar með Elvar Már Friðriksson í fararbroddi náðu að saxa forskotið niður í átta stig fyrir lok leikhlutans. Illa gekk að koma Tracy Smith Jr. inn í leikinn en hann var aðeins með tvö stig í fyrri hálfleik. Í liði Grindvíkingar var það Jóhann Árni Ólafsson sem fór fyrir liði sínu í fyrri hálfleik með nítján stig. Gestirnir úr Njarðvík náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í upphafi þriðja leikhluta en aftur settu Grindvíkingar í gír og keyrðu á Njarðvíkinga. Earnest Lewis Clinch Jr. vaknaði til lífsins í þriðja leikhluta og setti niður ellefu stig í leikhlutanum og skyndilega voru Grindvíkingar komnir með fjórtán stiga forskot fyrir lokaleikhlutan. Njarðvíkingar náðu að minnka forskotið niður í átta stig í upphafi fjórða leikhluta en tveir þristar á stuttum tíma frá heimamönnum drápu alla stemmingu í liði gestanna. Njarðvíkingum tókst ekki að ógna forskotinu af alvöru eftir það og sigldu Grindvíkingar hægt og bítandi sigrinum örugglega heim í fjórða leikhluta. Njarðvíkingar þurfa að vakna til lífsins ef þeir ætla að kreista fram oddaleik í Grindavík í næstu viku. Það þurfa einfaldlega fleiri leikmenn að stíga upp til þess að eiga möguleika í þetta ógnarsterka Grindarvíkur lið. Þeir fá möguleika til þess næsta mánudagskvöld en þeir verða heldur betur að stíga upp í þeim leik. Jóhann Árni átti góðan leik í liði Grindvíkinga með 26 stig en einnig verður að minnast á Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem einfaldlega átti vítateiginn í kvöld og skilaði fimmtán stigum ásamt því að taka fimmtán fráköst. Í liði Njarðvíkinga stóð Elvar Már upp úr með 22 stig en næst stigahæstur í liðið Njarðvíkinga var Hjörtur Hrafn Einarsson með 15 stig. Sverrir: Liðsheildin er það sem skiptir máli„Við þurfum einn sigur í viðbót, þetta er alls ekkert komið. Við vissum að við gátum ekki breytt fyrsta leiknum en núna höfum við unnið tvo leiki í röð," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Grindvíkingar leiddu annan leikinn í röð frá fyrstu mínútu og var Sverrir ánægður með leikinn. „Við höfum leitt þetta svolítið en þeir eru góðir í því að koma með áhlaup og allir leikirnir hafa verið spennandi fram að lokamínútunum. Við þurfum að halda rétt á spöðunum og ná einum sigri í viðbót, þetta er rétt að byrja. Það telur ekkert að vinna tvo, við þurfum að vinna þrjá til að klára þetta einvígi," Njarðvíkingar náðu að minnka forskot Grindvíkinga í fjögur stig í upphafi þriðja leikhluta en strákarnir hans Sverris settu einfaldlega aftur í gír og náðu aftur upp öruggu forskoti. „Það er auðvitað þæginlegt að spila með öruggt forskot en þegar þeir ná að minnka þetta niður þurftum við að laga ákveðna hluti. Við hertum vörnina, settum í gír sóknarlega og náðum upp okkar leik aftur." „Earnest tók vel af skarið í seinni hálfleik ásamt því að fleiri leikmenn stigu upp. Það þurfa margir að stíga upp til þess að sigra þessa leiki, liðsheildin er það sem skiptir máli ef við ætlum að klára þessa seríu," sagði Sverrir að lokum. Einar: Þurfum miklu meira frá Tracy„Það er alltaf súrt að tapa en það vantaði töluvert uppá hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur, við hittum illa á meðan Grindvíkingar spiluðu vel," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur súr eftir leikinn. „Þeir voru frekari á lausa bolta, þeir börðust meira fyrir þeim sem skilaði þeim nokkrum þristum á mikilvægum tímapunktum í leiknum og það reyndist á endanum dýrt," Það fór margt úrskeiðis í liði Njarðvíkinga í leiknum í kvöld. „Við getum klárlega verið áræðnari að keyra inn að körfunni, það er engin spurning. Menn reyndu að fara inn að körfunni, sérstaklega Elvar en það var of margt sem var ekki í lagi í kvöld. Tracy var víðs fjarri í kvöld og hann er gríðarlega mikilvægur liðinu til að viðhalda jafnvægi í því. Við þurfum miklu meira framlag frá honum, það er á hreinu," Njarðvíkingar náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í þriðja leikhluta en misstu Grindvíkinga jafnóðum fram úr sér aftur. „Við spiluðum fína vörn á þeim tímapunkti en lausu boltarnir voru að detta til þeirra og þeir fá nokkra þrista. Það reyndist okkur gríðarlega erfitt eftir að hafa unnið upp forskotið að vera strax lentir aftur tólf stigum undir og við náðum aldrei að brúa það," Fjórði leikur liðanna fer fram í Njarðvík á mánudaginn en Einari fannst liðið ekki vera komið með bakið upp við vegg. „Að mínu mati erum við litla liðið í þessu einvígi sem er að mæta ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum svo pressan er meiri á þeim. Það vantar meiri gleði og fjör í leik okkar og vonandi náum við að finna það fyrir mánudaginn," sagði Einar. Jóhann Árni: Maður er í þessu til að vinna bikara„Maður þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitin og þetta var skref í rétta átt," sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hógvær eftir leikinn. „Okkur hefur tekist að stjórna leikjunum hingað til en það skiptir engu í næsta leik, við verðum að vera tilbúnir," Grindvíkingum gekk vel að halda miðherja Njarðvíkinga, Tracy Smith í skefjum á meðan Earnest Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur steig upp í þriðja leikhluta. „Kanarnir skipta gríðarlega miklu máli, það er einfaldlega þannig. Við vitum að Tracy er frábær leikmaður og hann kemur eflaust dýrvitlaus í næsta leik. Við verðum að undirbúa okkur fyrir að hann ætli að eiga stórleik og við verðum að vera tilbúnir," Með sigri í næsta leik tryggja Grindvíkingar sæti sitt í úrslitum. „Maður er í þessu til að vinna bikara og við stefnum á að vinna mótið þriðja árið í röð, það er ekkert leyndarmál," Jóhann velti áhlaupum Njarðvíkinga ekki mikið fyrir sér og kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði hann hvort skjálfti hefði komið í leikmenn þegar Njarðvíkingar minnkuðu muninn í fjögur stig. „Ég tók ekki eftir því, ég einbeiti mér að því að spila leikinn og að reyna að skora meira en andstæðingurinn. Tilfinning mín var að við höfðum undirtökin í leiknum og ég satt best að segja pældi ekki í því hversu mikill munurinn var," sagði Jóhann.Grindavík - Njarðvík 89-73 (19-14, 24-21, 27-21, 19-17) Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 26, Earnest Lewis Clinch Jr. 23, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/15 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 7/14 fráköst, Ólafur Ólafsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 22, Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Logi Gunnarsson 12, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst, Ágúst Orrason 5, Egill Jónasson 4, Maciej Stanislav Baginski 3, Ragnar Helgi Friðriksson 1, Brynjar Þór Guðnason 0, Magnús Már Traustason 0. 4. leikhluti | 86-70 : Tæplega tvær mínútur eftir og það er aðeins formsatriði fyrir Grindvíkinga að klára þetta. 4. leikhluti | 84-68 : Clinch með tvist þegar skotklukkan rennur út. Aðeins fjórar mínútur eftir, þetta verður erfiðara með hverri sekúndunni fyrir Njarðvíkinga. 4. leikhluti | 80-66 : Ágúst Orrason setur niður þrist og minnkar muninn í átta stig en Jón Axel Guðmundsson svarar með löngum þrist. Clinch annan þrist strax í næstu sókn og forystu Grindvíkinga skyndilega orðin fjórtán stig. 4. leikhluti | 70-59 : Tracy Smith setur niður þrjú vítaskot af fjórum á upphafsmetrum fjórða leikhluta. 4. leikhluti: Ung stelpa úr Grindavík að næla sér í ársbirgðir af pizzu frá Dominos, allt að gerast hjá Grindvíkingum. Elvar Már kemur inná í upphafi fjórða leikhluta. Spurning hvort Njarðvíkingum takist að snúa taflinu við. 3. leikhluta lokið | 70-56 : Skotklukkan rennur út hjá Njarðvíkingum við mikil fagnaðarlæti Grindvíkinga. Þeir hafa aðeins tæplega tvær sekúndur og Ólafur Ólafsson var nálægt því að setja niður erfiðan þrist en boltinn rúllaði af hringnum og út. 3. leikhluti | 60-52 : Elvar Már sem hefur spilað allar mínútur leiksins til þessa keyrir upp að körfunni og rúllar boltanum ofaní en hefur meiðst eitthvað. Hann haltrar útaf og heldur í kálfann, vonandi er þetta ekki alvarlegt. 3. leikhluti | 60-45 : Flottur kafli hjá Grindvíkingum, Elvar Már minnkaði muninn niður í fjögur stig en þá gáfu heimamenn aftur í. 3. leikhluti | 53-43 : Elvar Már með flotta takta og sallar niður skoti úr miðjum teignum sem minnkar muninn í fjögur stig. Earnest Lewis virðist hinsvegar vera að vakna, þrír þristar á fyrstu fjórum mínútum leikhlutans. 3. leikhluti | 43-38 : Draumabyrjun fyrir gestina, Logi Gunnarsson setur niður þriggja stiga skot og munurinn aðeins fimm stig. Hálfleikstölfræði: Ekki hefur farið mikið fyrir erlendu leikmönnum liðanna. Tracy Smith er aðeins með tvö stig úr fimm skotum en Earnest Lewis Clinch er með fimm stig úr fjórum skotum. Hálfleikstölfræði: Jóhann Árni hefur farið á kostum hérna í fyrri hálfleik með nítján stig en Sigurður Þorsteinsson er næstur í liði Grindvíkinga með átta stig ásamt því að taka niður átta fráköst. Í liði Njarðvíkinga er Elvar Már stigahæstur með ellefu stig ásamt því að Logi Gunnarsson og Hjörtur Hrafn Einarsson eru með níu stig hvor. 2. leikhluta lokið | 43-33 : Grindvíkingar hafa undirtökin í fyrri hálfleik líkt og í fyrri tveim leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Spurning hvort gestirnir úr Njarðvík nái að snúa taflinu aftur við hérna í Röstinni í seinni hálfleik. Munurinn er aðeins átta stig svo þetta er ennþá galopið. 2. leikhluti | 38-31 : Hjörtur Hrafn með langan þrist og Njarðvíkingar stela boltanum strax í næstu sókn, keyra upp og fá tvö vítaskot sem Logi setur niður. Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavík tekur leikhlé. 2. leikhluti | 38-26 : Sóknarleikur Njarðvíkinga kominn í lag en það þarf að herða vörnina. Jóhann Árni Ólafsson að eiga stórleik í fyrri hálfleik í liði Grindvíkinga. Setur niður skot úr erfiðu færi og fær víti þar að auki. Hann setur það niður og er kominn með 16 stig í fyrri hálfleik. 2. leikhluti | 31-22: Elvar að sýna afhverju hann er stíft dekkaður. Kemur með glæsilega sendingu á Tracy Smith sem er einn undir körfunni. 2. leikhluti | 25-14 : Trekk í trekk eru gestirnir úr Njarðvík að koma sér í fína stöðu en skotin eru ekki að detta í teignum. Á sama tíma halda heimamenn áfram að auka muninn. 1. leikhluta lokið | 19-14 : Flottur fyrsti leikhluti af hálfu Grindvíkinga. Þeir eru með Elvar Má í stífri gæslu og gengur Njarðvíkingum illa að ná stigum á töfluna. 1. leikhluti | 15-9 : Njarðvíkingar ekki að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna en halda áfram að reyna. Aðeins búnir að hitta úr einni tilraun af fimm. 1. leikhluti | 10-4 : Tveir þristar í röð frá Grindvíkingum og áhorfendur taka við sér. 1. leikhluti | 4-2 : Sigurður Gunnar með fyrstu fjögur stig Grindvíkinga. 1. leikhluti | 0-0 : Tracy Smith tekur uppkastið og Njarðvíkingar halda í sókn. Fyrir leik: Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvík tók í spaðann á blaðamanni fyrir leik. Ég gerði þetta fyrir fyrsta leikinn og það virkaði sagði Logi léttur. Fyrir leik: Sæti ÍG í fyrstu deild er fagnað fyrir leik og koma leikmenn liðsins úr stúkunni klæddir ýmist í annað hvort Njarðvíkurtreyju eða Grindarvíkurtreyju. Þegar því er lokið er skrifað er undir nýjan styrktarsamning fyrir Grindavík á miðjum velli fyrir framan stuðningsmenn þegar tíu mínútur eru til leiks. Fyrir leik: Þetta er almennilegt, rúmlega korter í leik og stúkan að fyllast. Eitthvað grunar mig að hitastigið hérna inn í Röstinni muni hækka þegar líða tekur á leikinn. Margir grænklæddir í stúkunni enda stutt að fara. Fyrir leik: Spurning hvernig gestunum tekst að halda Earnest Lewis Clinch í skefjum. Earnest skilaði 34 stigum í síðasta leik liðanna en aðeins tíu stigum í fyrsta leik liðanna. Fyrir leik: Sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaleikinn og ljóst er að liðið sem sigrar hér í kvöld er komið í afar vænlega stöðu. Fyrir leik: Ég neita að trúa því að sannir Grindvíkingar missi af þessum leik. Grindavíkurbær á leik í Útsvari í kvöld en það er hægt að sjá það endurtekið á morgun. Skora á alla frá Grindavík og Njarðvík að láta sjá sig í kvöld. Fyrir þá sem vilja halda sig heima er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrir leik: Grindavík sigraði báða leiki liðanna í deildarkeppninni en Njarðvíkurliðið hefur sýnt flotta takta í úrslitakeppninni. Njarðvíkingar sópuðu út Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Grindvíkingar sigruðu einvígi sitt gegn Þór frá Þorlákshöfn 3-1. Fyrir leik: 35 mínútur í leik og það eru þónokkrir mættir í stúkuna. Það verða læti hér í kvöld. Fyrir leik: Vonandi fáum við góðan leik í kvöld í þessum Suðurnesjaslag en í báðum leikjum liðanna í úrslitakeppninni hefur leiknum lokið með útisigri. Grindvíkingar hafa haft frumkvæðið í fyrri hálfleik leikjanna hingað til en í fyrri leik liðanna sneru Njarðvíkingar taflinu við í seinni hálfleik. Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Röstinni þar sem Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti Njarðvík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta en staðan í einvíginu er 1-1.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira