Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 14. apríl 2014 17:48 Bjarni Fritzson skoraði 11 mörk. Vísir/Valli Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og hélt með því sæti sínu í deildinni því ÍR tapaði á sama tíma fyrir FH, 28-27. Eftir nokkuð jafna byrjun fór botninn að detta úr leik HK, eftir átta mínútna leik var staðan orðin 6-2 fyrir heimamönnum og Ágúst Þór Jóhannsson tók leikhlé til að ræða við sína menn. Ræðan virðist hafa virkað en þó aðeins í takmarkaðan tíma þar sem munurinn hélst í 4-6 mörkum fram að lokakaflanum þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk í röð og munurinn kominn niður í fjögur mörk. Það var svo Jón Heiðar Sigurðsson sem átti síðasta mark hálfleiksins og staðn því 16-11 þegar liðin fóru inn í klefa. Það var aðeins eitt lið sem mætti til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og það voru heimamenn. Eftir tíu mínútna leik höfðu þeir skorað fimm fyrstu mörk hálfleiksins og komnir með tíu stiga forskot þegar Andri Þór Helgason skoraði fyrsta mark HK í seinni hálfleiknum eftir um ellefu mínútur. Forusta heimamanna var aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks og endaði hann með átta marka sigri heimamanna. Fögnuður var þó takmarkaður í leikslok þar sem ekki var ljóst hvernig staðan væri í Austurberginu þar sem heimamenn í ÍR tóku á móti FH. Þegar fréttir svo bárust af sigri FH þar brutust út fagnaðarlæti þar sem þau úrslit forðuðu heimamönnum frá umspili um sæti í efstu deild.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með 11 mörk á meðan Sigþór Heimisson átti stórleik og skoraði sjö úr átta skotum, næstur á eftir honum var svo Kristján Orri Jóhannsson með fimm. Hjá HK var það hinn ungi Óðinn Þór Ríkharðsson sem var markahæstur með sex mörk ásamt Garðari Svanssyni en Atli Karl Bachmann skoraði fimm.Óðinn Þór Ríkharðsson: Mjög ánægður með mína frammistöðu „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu,“ sagði Óðinn strax eftir leik en hann var besti maður HK í leiknum og átti í heild alveg frábæran leik. „Það er bara svekkjandi að tapa svona stórt. Þetta var mjög erfitt eins og allt tímabilið, við erum með þunnan hóp. Það er mjög mikið af liðinu að koma upp úr yngri flokkum eins og ég.“ Er það ekki rétt giskað út frá fæðingarári að þú sért leikmaður þriðja flokks? „Jú, ég er á yngra ári í þriðja flokki. Maður er búinn að vera á bekknum allt tímabilið að fylgjast með þannig að stressið er svona að mestu farið.“Sigþór Árni Heimisson: Þetta er alveg æðislegt „Þetta er geðveikur létir og bara ógeðslega gott,“ sagði Sigþór Árni mjög kátur eftir leik þegar ljóst var að Akureyri var ekki á leið í umspil. „Það sem við vorum búnir að vera að leggja upp með í síðustu leikjum er að hafa gaman að þessu og gera þetta sem lið. Það er það sem við erum búnir að vera að gera og erum þá bara ofboðslega góðir.“ Það virtist vera að fólk í kringum liðið væri búið að gefast upp en það verður ekki það sama sagt um liðið. „Við erum búnir að vera að berjast við að koma stúkunni í gang og það gengur upp á köflum en svo dettur þetta niður inn á milli, þá rífum við þetta bara í gang af bekknum. Það eru alltaf klárir menn á bekknum til að koma inn eins og sást í dag.“ Sjö mörk hér í dag og mikill stígandi í þínum leik, þú ert væntanlega nokkuð sáttur? „Heldur betur. Í byrjun vetrar setur maður sér markmið og markmið fyrir liðið, liðsmarkmiðin eru alltaf hærri sett en ég er búinn að ná einhverjum af mínum markmiðum þótt að þau séu ekki öll klár. En það er margt sem maður náði sem er mjög gott.“ Nú er það ljóst að tímabilið er búið, því fylgir væntanlega góð tilfinning? „Þetta er alveg æðislegt, maður getur núna aðeins slappað af. Það er líka margt sem spilar inn í, meiðsli hjá mönnum og hópurinn er alltaf að þynnast. Maður er sjálfur ekkert alveg í topp standi eins og er þótt að maður gat skilað þessu vel af sér í dag. Það er gott að fá að hvíla sig aðeins þar sem maður fer nú beint inn í úrslitakeppni með 2. flokki og gefur algjörlega 100% í það.Heimir Örn Árnason: Stoltir af okkar liði „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. Sæti,“ sagði Heimir eftir leik þegar ljóst var að Akureyri var ekki að fara að enda í næst síðasta sætinu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti, við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir.“ „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann var að vísu alveg hræðileg sending, ætla að vona að hann skilji ekki íslensku. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“ Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og hélt með því sæti sínu í deildinni því ÍR tapaði á sama tíma fyrir FH, 28-27. Eftir nokkuð jafna byrjun fór botninn að detta úr leik HK, eftir átta mínútna leik var staðan orðin 6-2 fyrir heimamönnum og Ágúst Þór Jóhannsson tók leikhlé til að ræða við sína menn. Ræðan virðist hafa virkað en þó aðeins í takmarkaðan tíma þar sem munurinn hélst í 4-6 mörkum fram að lokakaflanum þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk í röð og munurinn kominn niður í fjögur mörk. Það var svo Jón Heiðar Sigurðsson sem átti síðasta mark hálfleiksins og staðn því 16-11 þegar liðin fóru inn í klefa. Það var aðeins eitt lið sem mætti til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og það voru heimamenn. Eftir tíu mínútna leik höfðu þeir skorað fimm fyrstu mörk hálfleiksins og komnir með tíu stiga forskot þegar Andri Þór Helgason skoraði fyrsta mark HK í seinni hálfleiknum eftir um ellefu mínútur. Forusta heimamanna var aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks og endaði hann með átta marka sigri heimamanna. Fögnuður var þó takmarkaður í leikslok þar sem ekki var ljóst hvernig staðan væri í Austurberginu þar sem heimamenn í ÍR tóku á móti FH. Þegar fréttir svo bárust af sigri FH þar brutust út fagnaðarlæti þar sem þau úrslit forðuðu heimamönnum frá umspili um sæti í efstu deild.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með 11 mörk á meðan Sigþór Heimisson átti stórleik og skoraði sjö úr átta skotum, næstur á eftir honum var svo Kristján Orri Jóhannsson með fimm. Hjá HK var það hinn ungi Óðinn Þór Ríkharðsson sem var markahæstur með sex mörk ásamt Garðari Svanssyni en Atli Karl Bachmann skoraði fimm.Óðinn Þór Ríkharðsson: Mjög ánægður með mína frammistöðu „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu,“ sagði Óðinn strax eftir leik en hann var besti maður HK í leiknum og átti í heild alveg frábæran leik. „Það er bara svekkjandi að tapa svona stórt. Þetta var mjög erfitt eins og allt tímabilið, við erum með þunnan hóp. Það er mjög mikið af liðinu að koma upp úr yngri flokkum eins og ég.“ Er það ekki rétt giskað út frá fæðingarári að þú sért leikmaður þriðja flokks? „Jú, ég er á yngra ári í þriðja flokki. Maður er búinn að vera á bekknum allt tímabilið að fylgjast með þannig að stressið er svona að mestu farið.“Sigþór Árni Heimisson: Þetta er alveg æðislegt „Þetta er geðveikur létir og bara ógeðslega gott,“ sagði Sigþór Árni mjög kátur eftir leik þegar ljóst var að Akureyri var ekki á leið í umspil. „Það sem við vorum búnir að vera að leggja upp með í síðustu leikjum er að hafa gaman að þessu og gera þetta sem lið. Það er það sem við erum búnir að vera að gera og erum þá bara ofboðslega góðir.“ Það virtist vera að fólk í kringum liðið væri búið að gefast upp en það verður ekki það sama sagt um liðið. „Við erum búnir að vera að berjast við að koma stúkunni í gang og það gengur upp á köflum en svo dettur þetta niður inn á milli, þá rífum við þetta bara í gang af bekknum. Það eru alltaf klárir menn á bekknum til að koma inn eins og sást í dag.“ Sjö mörk hér í dag og mikill stígandi í þínum leik, þú ert væntanlega nokkuð sáttur? „Heldur betur. Í byrjun vetrar setur maður sér markmið og markmið fyrir liðið, liðsmarkmiðin eru alltaf hærri sett en ég er búinn að ná einhverjum af mínum markmiðum þótt að þau séu ekki öll klár. En það er margt sem maður náði sem er mjög gott.“ Nú er það ljóst að tímabilið er búið, því fylgir væntanlega góð tilfinning? „Þetta er alveg æðislegt, maður getur núna aðeins slappað af. Það er líka margt sem spilar inn í, meiðsli hjá mönnum og hópurinn er alltaf að þynnast. Maður er sjálfur ekkert alveg í topp standi eins og er þótt að maður gat skilað þessu vel af sér í dag. Það er gott að fá að hvíla sig aðeins þar sem maður fer nú beint inn í úrslitakeppni með 2. flokki og gefur algjörlega 100% í það.Heimir Örn Árnason: Stoltir af okkar liði „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. Sæti,“ sagði Heimir eftir leik þegar ljóst var að Akureyri var ekki að fara að enda í næst síðasta sætinu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti, við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir.“ „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann var að vísu alveg hræðileg sending, ætla að vona að hann skilji ekki íslensku. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira