Körfubolti

VF: Friðrik Ingi þjálfar bæði Njarðvíkurliðin næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson með síðasta stóra bikarinn sem Njarðvík vann undir stjórn Friðriks Inga en liðið varð þá bikarmeistari árið 1999.
Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson með síðasta stóra bikarinn sem Njarðvík vann undir stjórn Friðriks Inga en liðið varð þá bikarmeistari árið 1999. Vísir/Hilmar Þór
Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að Friðrik Ingi Rúnarsson verði kynntur sem þjálfari karla- og kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta á næstu dögum en þetta kemur fram á heimasíðu VF.

Friðrik Ingi var búinn að vera framkvæmdastjóri KKÍ síðan að hann þjálfaði síðasta í úrvalsdeild karla veturinn 2005-06. Friðrik Ingi var þá þjálfari Grindavíkurliðsins eins og fjögur síðustu tímabil hans í þjálfun.

Friðrik Ingi þjálfaði síðast karlalið Njarðvíkur veturinn 1999-2000 en hann gerði Njarðvík að Íslandsmeisturum bæði 1991 og 1998. Grindavík varð síðan Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 1996.

Friðrik Ingi tekur við karlaliðinu af Einari Árna Jóhannssyni en karlaliðið er komið í oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík í úrslitakeppni Dominos-deildar karla.

Friðrik Ingi tekur við kvennaliðinu af Agnari Mar Gunnarssyni en Njarðvík féll úr Dominos-deild kvenna í vetur. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Friðrik Ingi þjálfað kvennalið Njarðvíkur en hann þjálfaði liðið frá 1988 til 1990.

Friðrik Ingi verður enn einn þjálfarinn sem verður með bæði meistaraflokk karla og kvenna en svo var hátturinn á í vetur hjá Snæfelli, Keflavík og Val auk þess að Sverrir Þór Sverrisson mun þjálfa bæði meistaraflokksliðin hjá Grindavík næsta vetur.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Ég mun sakna Friðriks Inga

Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður landsins, er sorgmæddur yfir brotthvarfi Friðriks Inga Rúnarssonar sem framkvæmdastjóra KKÍ

Friðrik Ingi hættur hjá KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson muni láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sambandsins um mánaðamótin.

Þakklátur fyrir að menn hugsi til mín

Friðrik Ingi Rúnarsson, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri KKÍ í lok janúar, er opinn fyrir því að byrja að þjálfa aftur. Hann þjálfaði síðast Grindavík árið 2006 og gerði liðið að bikarmeisturum. Það var erfitt að þurfa að yfirgefa körfuboltasamband




Fleiri fréttir

Sjá meira


×