Af málefnavinnu pírata og ýktri einsemd oddvita Kjartan Jónsson skrifar 15. apríl 2014 11:15 Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl birtist frétt á visir.is um að oddviti pírata í Reykjavík hefði verið sá eini sem mætti á málefnafund hjá pírötum í borginni þann sama dag. Síðar sama dag kom ítarlegri umfjöllun á sama miðli þar sem raktar voru ástæður þessa – fundartímanum hafði verið breytt með of litlum fyrirvara. Næsta mánudag á eftir, undir liðnum „Frá degi til dags“, kom svo stutt klausa um oddvitann einmana án útskýringa eða samhengis. Það kom mér á óvart að þetta þætti fréttnæmt – datt reyndar fyrst í hug að um einhverja Þórðargleði blaðamanns væri að ræða. En eftir smá umhugsun gat ég séð að mögulega mætti mjólka úr málinu einhverja fréttagildistutlu – píratar eru jú, samkvæmt skoðanakönnunum, að mælast með virðulegt tveggja tölustafa fylgi og mæta sterkir til leiks. Mér hefði þó fundist það metnaðarfyllri blaðamennska að grafast aðeins meira fyrir um málið – athuga hvort þetta væri einsdæmi, hvernig málefnavinnan stæði, hve margir hefðu komið að þessari vinnu, o.s.frv. Þá hefði orðið til ólík en kannski ekki eins „sexí“ frétt. Nú hef ég setið ófáa málefnafundi hjá Reykjavíkurfélagi pírata undanfarnar vikur og mánuði og telst mér til að þeir séu orðnir vel á þriðja tuginn. Þátttakendur í raunheimum telst mér að séu samtals á fimmta tuginn og enn fleiri, sé tekið tillit til framlags nokkurra þátttakenda í gegnum netið. Hygg ég að hvaða flokkur sem er væri fullsæmdur af slíkri þátttöku – en hví að skemma svona skemmtilega frétt með leiðinlegum staðreyndum? Annars er nálgun pírata í gerð stefnumála, hvort sem það er fyrir alþingis- eða bæjar- og sveitarstjórnakosningar, sú að leggja aðaláherslu á að auka skilning á sýn og sjónarhorni pírata og á aðferðafræði þeirra. Skilji maður þá nálgun; sjónarhorn gegnsæis, ábyrgðar, borgararéttinda, beins lýðræðis, o.s.frv. er hægt að sjá fyrir afstöðu pírata í hinum ýmsu og oft á tíðum ófyrirsjáanlegu málum sem geta komið upp á vettvangi stjórnmálanna. Skilji maður hvernig hjarta píratans slær, skilur maður hvernig hann sér heiminn og tekur afstöðu. Aðferðarfræðin felur í sér áherslu á opið og gagnsætt ferli – sé ferlið í lagi verður niðurstaðan „rétt“. Til þess að gera stefnuna enn aðgengilegri hefur verið lagt í mikla vinnu í að útfæra hin ýmsu svið borgarmálanna. Þá vinnu hefur þurft að vinna frá grunni – við getum ekki, eins og sumir, dustað rykið af gömlum stefnuskrám og skellt þeim fram lítt breyttum. Hluti þessarar stefnu hefur þegar verið samþykktur í kosningakerfi pírata og annar hluti hennar er nú í kosningu. Að lokum: Þeir sem hafa fundið til vorkunnar yfir einmanaleika okkar ágæta oddvita í Reykjavík geta nú andað léttar – hann er umkringdur hópi úrvalsfólks.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun