Körfubolti

Ómar í miklum ham í Njarðvíkurseríunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Sævarsson.
Ómar Sævarsson. Vísir/Daníel
Ómar Sævarsson, fyrirliði Grindvíkinga, átti frábæra leiki í undanúrslitaseríunni í Dominos-deild karla í körfubolta á móti Njarðvík en þetta var jafnframt fyrsta serían sem Ómar er í fyrirliðahlutverki hjá sínu liði.

Grindavík tryggði sér í úrslitaeinvíginu á móti KR með því að vinna 120-95 sigur á Njarðvík í oddaleiknum á Skírdag. Ómar var með 19 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti þá úr 8 af 9 skotum sínum.

Ómar tók við fyrirliðastöðunni af Þorleifi Ólafssyni þegar Þorleifur meiddist í átta liða úrslitum á móti Þór úr Þorlákshöfn.

Hvort sem það var meiri ábyrgð eða það að Njarðvíkingar áttu ekki svör við hans leik þá skilaði Ómar flottum tölum í öllum fimm leikjunum.

Ómar var með 13,8 stig og 14,6 fráköst að meðaltali í leik en í Þórsseríunni voru tölurnar "aðeins" 8,8 stig og 8,5 fráköst í leik. Ómar hækkað framlagið sitt um 10,1 framlagsstig milli sería.

Ómar var með tuttugu framlagsstig eða hærri í öllum fimm leikjunum á móti Njarðvík, tvennu í fjórum af leikjunum fimm og þá tók hann tólf fráköst eða fleiri í öllum fimm leikjunum.

Ómar tók alls 35 sóknarfráköst í þessum fimm leikjum eða 7,0 að meðaltali í leik. Sjálfstraustið jókst líka með hverjum leik en hann hækkaði skotnýtingu sína í þeim öllum og endaði með 89 prósent nýtingu í oddaleiknum.


Tengdar fréttir

Grindvíkingar settu nýtt stigamet í oddaleik

Grindvíkingar voru í miklu stuði í Röstinni í Grindavík í gær þegar liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar karla eftir 25 stiga sigur á Njarðvík í oddaleik í undanúrslitum, 120-95.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×