Innlent

Samningaviðræður ganga of hægt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Samningaviðræður hófust klukkan 9 í morgun og munu fundir standa fram eftir degi.
Samningaviðræður hófust klukkan 9 í morgun og munu fundir standa fram eftir degi. VÍSIR/GVA
Samningaviðræður vegna kjaradeilu ríkisins og framhaldsskólakennara ganga of hægt að sögn Ólafi H. Sigurjónssonar, formanns Félags stjórnar framhaldsskólakennara.

„Við erum að reyna að vera í bjartsýnisgír. En það er ekki hægt hvað þetta er hægt, en svona er þetta,“ segir hann.

Samningaviðræður hófust klukkan 9 í morgun og munu fundir standa fram eftir degi.

Staðan er svipuð og í gær að sögn Ólafs.  Í samtali við Vísi í gærmorgun sagði hann að það kæmi ekki ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo til þrjá daga hvenær deilan myndi leysast.

Hann segist ekki viss um hvort það komi í ljós á morgun en það gætu verið tveir dagar í að eitthvað skýrist miðað við hvernig samningaviðræður hafa gengið í gær og nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×