Er kominn tími á kerfisbreytingu? Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. apríl 2014 18:45 Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun