Bíó og sjónvarp

Stikla úr síðustu kvikmynd stórleikarans James Gandolfini

James Gandolfini
James Gandolfini
Síðasta hlutverk hins látna James Gandolfini er í myndinni The Drop, sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum vestanhafs í september.

Myndin hét áður Animal Rescue og er í leikstjórn Michael R. Roskam.

Gandolfini leikur í myndinni skuggalegan barþjón og stikla úr henni fylgir fréttinni.

Leikarinn var aðeins 51 árs gamall þegar hann lést úr hjartaáfalli í júní í fyrra.

Gandolfini lék jafnt á sviði sem í kvikmyndum, og meðal þeirra má nefna myndirnar True RomanceGet ShortyCrimson Tide og Zero Dark Thirty.

Í kvikmyndum var Gandolfini iðulega í aukahlutverkum, og eflaust margir sem þekkja andlit leikarans sem þekktu ekki nafn hans.

Þekktastur var hann samt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Sopranos, þar sem hann var í aðalhlutverkinu sem mafíósinn Tony Soprano.

Gandolfini var staddur á Ítalíu ásamt syni sínum þegar hann lést,




Tengdar fréttir

Hvers manns hugljúfi

Stjörnurnar í Hollywood minnast leikarans James Gandolfini á Twitter, en hann lést úr hjartaáfalli í gær aðeins 51 árs gamall.

James Gandolfini látinn

James Gandolfini er látinn samkvæmt TMZ fréttaveitunni. Þar segir að leikarinn hafi fengið hjartaáfall á Ítalíu í dag þar sem hann var viðstaddur kvikmyndahátíð.

Beðinn um að leika eftir andlátið

Donald Metzger, sem starfaði sem tvífari hins sáluga James Gandolfinis í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, segir að blaðamenn slúðurtímaritanna ytra hafi hringt margoft í sig í undanfarna daga þar sem honum eru boðnar háar fjárhæðir fyrir það eitt að láta mynda sig sem Gandolfini í líkkistunni á útfarardaginn.

De Niro tekur við hlutverki Gandolfini

Robert De Niro mun taka við hlutverki í sjónvarpsþáttaröð hjá HBO sem James Gandolfini hafði upphaflega samþykkt að leika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×