Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 69-62 | Snæfell meistari í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson í Stykkishólmi skrifar 6. apríl 2014 00:01 Það var vel fagnað í Hólminum í kvöld. Mynd/Jón Björn Forráðamenn Ungmennafélagsins Snæfells sjá eflaust ekki eftir að hafa ráðið Inga Þór Steinþórsson til að stýra karla- og kvennaliðum félagsins árið 2009. Þann 29. apríl 2010 vann karlalið félagsins yfirburðarsigur, 105-69, á Keflavík í oddaleik og tryggði sér Íslandsmeistaratitinn, þann fyrsta í sögu félagsins. Og í kvöld, þann 6. apríl 2014, endurtók kvennalið félagsins leikinn eftir 69-62 sigur á Haukum. Þetta var þriðji sigur Snæfells á Hafnarfjarðarliðinu í jafnmörgum leikjum í úrslitaeinvígi liðanna og það liggur því ljóst fyrir: Snæfell er Íslandsmeistari 2014 í Dominos deild kvenna í körfubolta, í fyrsta skipti. Það þarf ekki að koma á óvart að Snæfell standi uppi sem Íslandsmeistari - liðið varð nú einu sinni deildarmeistari eftir að hafa unnið 25 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni - en margir héldu að titilvonir liðsins hefðu fokið út um gluggann þegar Chynna Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir meiddust gegn Val, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni. Fólk notar orðið karakter yfir ótrúlegustu og ólíklegustu hluti, en Snæfellsliðið skilgreindi orðið karakter í þessari úrslitakeppni. Það er meira en segja það fyrir lið að missa sitt helsta sóknarvopn, en eftir að Brown datt út lögðu Snæfellskonur höfuðáherslu á vörnina eins og Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði liðsins, sagði í viðtali eftir leik. Og það var vörnin, öðru fremur, sem lagði grunninn að Íslandsmeistaratitlinum. Leikurinn í kvöld var um margt svipaður fyrsta leiknum í einvígi liðanna. Baráttan var mikil og varnirnar sterkar, en liðunum gekk báðum bölvanlega að hitta. Til marks um það þá var skotnýting Snæfells í fyrri hálfleik aðeins 19% á móti 20% hjá Haukum. Það var helst að liðunum yrði ágengt á vítalínunni, en átta af 23 stigum Snæfells í fyrri hálfleik komu þaðan og sjö af 25 stigum Hauka.Lele Hardy var sú eina náði einhverjum takti í sóknarleik Hauka, en hún lauk fyrri hálfleik með 12 stig og 11 fráköst. Hinum megin var Hildur Björg Kjartansdóttir stigahæst með tíu stig, auk fjögurra frákasta. Fyrri hálfleikur var jafn, en Haukakonur voru þó jafnan á undan að skora. Staðan í hálfleik var 23-29. Haukakonur byrjuðu fyrri hálfleikinn betur og komust í 25-29, en þá opnuðust flóðgáttirnir hjá Snæfelli, ekki ósvipað og gerðist í fyrsta leiknum. Heimakonur byrjuðu að hitta fyrir utan og á sex mínútna kafla breyttu þær stöðunni úr 25-29 í 44-29 og litu ekki til baka eftir það. Haukar gerðu hvað þær gátu, en Snæfell átti krók á móti hverju bragði Hauka. Þótt Hardy hefði endað leikinn með 24 stig og 16 fráköst var hún í strangri gæslu og Snæfellskonur, og þá sérstaklega Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, létu hana hafa fyrir hverju einasta stigi. Snæfellskonur héldu Haukakonum í hæfilegri fjarlægð og unnu að lokum sjö stiga sigur, 69-62. Hildur Sigurðardóttir hafði hægt um sig í fyrri hálfleik, en átti stórkostlegan seinni hálfleik og endaði leikinn með 20 stig, 13 fráköst og níu stoðsendingar. Að leik loknum fékk hún svo viðurkenningu fyrir að vera mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nafna hennar, Björg Kjartansdóttir, átti einnig frábæran leik; skoraði 17 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Guðrún Gróa var sömuleiðis öflug með 11 stig, tíu fráköst og spilaði að venju frábæran varnarleik. Helga Hjördís Björgvinsdóttir setti svo niður stór skot eins og hún hefur gert í allri úrslitakeppninni. Hardy var, sem áður segir, atkvæðamest Haukakvenna, en gestirnir hefðu þurft að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum til að eiga möguleika á að vinna Snæfellsliðið í kvöld. Hildur Sigurðardóttir lyfti svo Íslandsmeistarabikarnum að leik loknum við mikinn fögnuð fjölmargra stuðningsmanna Snæfells. Þetta var kvöld sem þeir gleyma seint. Hildur: Það var hægt að sjá alla á dvalarheimilinu"Þetta var mjög sætt, að klára þetta í þremur leikjum," sagði Hildur Sigurðardóttir, mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar, eftir að hafa lyft Íslandsmeistaratitlinum, þeim fyrsta í sögu Snæfells. "Við lögðum upp með að vinna þetta á vörninni, þar sem við missum kannski okkar helsta skorara út í upphafi úrslitakeppninnar. Þannig að við vorum skynsamar og ætluðum að taka þessa keppni á vörninni og stigaskorið var bara plús fyrir okkur. Við héldum í vörninni og svo settum við nokkur stór skot ofan í og þá var þetta komið." Snæfell gekk ágætlega að halda aftur af Lele Hardy, besta leikmanni Hauka. Hversu miklu máli skipti það? "Það skipti bara öllu máli. Ég er ekki að segja að þær séu lakir leikmenn, þær sem eru með henni, en þær eru svo vanar að hún geri ansi mikið. Það riðlar miklu í leik þeirra þegar hún er klippt út. Það skipti höfuðmáli." Hildur hefur áður unnið Íslandsmeistaratitil með KR, en það hlýtur að hafa verið sérstakt að vinna titil með uppeldisfélaginu. "Þegar ég fór héðan, þá gat ég aldrei ímyndað mér að ég myndi koma hingað aftur til að spila körfubolta. En aðstæður hafa breyst hérna, það er kominn framhaldsskóli úti í Grundarfirði, þannig að það er hægt að halda úti liði. Ég er búin að vera hérna í þrjú ár og það hefur verið stígandi í liðinu með hverju ári og núna erum við búnar að landa tveimur stórum titlum. Auðvitað er þetta mjög sætt, verandi fædd og uppalin hér." Snæfell fékk frábæran stuðning í kvöld, eins og í allri úrslitakeppninni. "Ég held að ekkert kvennalið sé með svona stuðningslið á bakvið sig. Það var frábær stemmning í stúkunni í kvöld og það var hægt að sjá alla á dvalarheimilinu, alla í skólanum og meira að segja nunnurnar voru mættar. Það voru allir mættir á leikinn, það var ekki hægt að biðja um meira," sagði Hildur að lokum. Guðrún Gróa: Vorum alltaf að koma sjálfum okkur og öðrum á óvartGuðrún Gróa Þorsteinsdóttir var að vonum sátt að leik loknum, en hún varð í kvöld Íslandsmeistari í annað sinn. "Í bæði skiptin var þetta frábært og það er ólýsanlegt að vinna Íslandsmeistaratitilinn. En þessi var allt öðruvísi. Þegar ég var í KR, þá var þetta svona stjörnulið og pínulítið formsatriði að vinna titilinn." "Þessi var öðruvísi. Þótt okkur hefði gengið lygilega vel í vetur, þá vorum við alltaf að koma sjálfum okkur og öðrum á óvart, sérstaklega eftir að leikmenn fóru að hrynja niður í úrslitakeppninni. Þetta leit ekkert alltaf vel út, en það var liðið sem kláraði þetta." Fyrri hálfleikur var jafn, en Snæfellskonur tóku völdin í seinni hálfleik. "Spennustigið var hátt og það var mikið um mistök. Svo þegar maður nær áttum, þá kemur þetta. Maður verður að spila sinn leik og þá kemur í ljós hvort liðið er betra. Þú vinnur svona leiki á baráttu og leikgleði." Guðrún Gróa spilaði frábæra vörn á Lele Hardy sem skipti sköpum um útkomu einvígisins. "Hvort sem við vorum að stoppa hana eða aðrar, þá var liðsvörnin góð," sagði Guðrún Gróa að endingu. Ingi Þór: Algjör tilfinningarússibaniIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur nú gert bæði karla- og kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum. Hann var líka kátur í leikslok eftir að stelpurnar hans tryggðu sér titilinn í Hólminum í kvöld. "Þetta venst aldrei, sama hversu marga titla maður er búinn að vinna. Þessi er alveg ofboðslega sögulegur og leiðin okkar að titlinum var alveg mögnuð. Við lendum í öllum þessum hremmingum og svo í því að spila án erlends leikmanns, bæði í leik fimm á móti Val og svo í úrslitaseríunni. Ég tel hana ekki hafa verið með í dag þó að hún hafi verið í búningi," sagði Ingi Þór og er þar að tala um bandaríska leikmanninn Chynnu Brown sem meiddist á úrslitstundu. Brown var með 4 stig á 21 mínútu í leiknum í kvöld. "Ég missti svolítið einbeitinguna í seríunni á móti Val þegar við lendum í þessum meiðslum og fór að fókusa á hluti sem við höfðum engin áhrif á. Sem betur fer býr reynsla í okkur og við náðum að einbeita okkur að því sem við gátum haft áhrif á. Við gerðum það heldur betur," sagði Ingi. "Varnirnar voru mjög góðar í fyrsta leiknum en í kvöld var spennustigið mjög hátt. Hittni beggja liða var afleit í fyrri hálfleik. Spennustigið var því ekkert síðra hjá þeim en hjá okkur. Við fórum inn í hálfleik vitandi það að við vorum með Chynnu og Hildi Sig í 0 af 19 í fyrri hálfleik og tveimur stigum undir. Ég óskaði eftir því að fá það lið til leiks sem hafði verið að spila allt tímabilið. Við fengum 19-0 kafla í þriðja leikhlutanum sem kláraði leikinn og svo stóðumst við öll áhlaup sem þær komu með. Þetta var alveg geggjaður liðssigur," sagði Ingi Þór. "Spennustigið var þannig að það vara bara skoruð ein þriggja stiga karfa í fyrri hálfleik og hún var spjaldið ofaní. Spennustigið var því mjög hátt og það lið sem var reiðubúið að taka stjórnina á leik sínum í seinni hálfleik myndi vinna leikinn. Ég mjög ánægður að við höfum stýrt þessu í höfn enda studd hérna af yndislegu fólki. Stuðningssveitin Hermundur var til fyrirmyndar og hún kveikti í öllu. Hún er búin að vera sjötti maðurinn í þessum leikjum okkar og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það," sagði Ingi Þór. "Það er ósanngjarnt að líkja þessum titlum saman við þá sem ég hef unnið áður. Þetta er samt fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sem ég vinn með kvennalið. Ég hafði aldrei þjálfað mikið í kvenna fyrr en ég kom hingað. Við höfðum orðið deildarmeistarar og Lengjubikarmeistarar en þetta er ólýsanlegt. Leiðin að þessum titli var þannig. Við erum lið númer eitt og lendum í þessum hremmingum. Þetta var því algjör tilfinningarússibani," sagði Ingi Þór.Tölfræði leiksins:Snæfell-Haukar 69-62 (10-12, 13-13, 23-9, 23-28)Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 20/13 fráköst/9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/10 fráköst/5 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 13, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/10 fráköst/3 varin skot, Chynna Unique Brown 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/4 fráköst.Haukar: Lele Hardy 24/16 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6/5 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst.Bein textalýsing:Leik lokið | 69-62 | Þetta er búið! Snæfell er Íslandsmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki40. mín | 67-60 | Sjö stiga munur, 12 sekúndur eftir. Hildur Sigurðardóttir er á línunni.40. mín | 63-55 | Átta stiga munur, þrjátíu sekúndur eftir. Þetta á ekki að vera hægt fyrir Hauka.38. mín | 61-48 | Þrettán stiga munur. Snæfell er tveimur mínútum frá sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki.36. mín |59-44 | Guðrún Gróa setur niður þrist nr. sex hjá Snæfelli í seinni hálfleik. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tekur leikhlé. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef Snæfellskonur eiga ekki eftir að lyfta Íslandsmeistaratitlinum hér á eftir.35. mín | 56-44| Snæfellskonur eiga krók á móti hverju bragði Haukakvenna. Og Hildur Sigurðardóttir er byrjuð að setja niður skot og það er ekki að fara að hjálpa Haukum neitt.32. mín | 48-40 | Loksins, loksins skora Haukar þriggja stiga körfu, en Íris Sverrisdóttir var þar að verki. Það tók Haukakonur 32 mínútur að setja niður þrist.32. mín | 48-37| Hardy setur vítaskot niður og minnkar muninn í 11 stig. Vítanýting Hauka er aðeins 50%.Þriðja leikhluta lokið | 46-34 | Eva Margrét Kristjánsdóttir skorar síðustu tvö stig leikhlutans af vítalínunni og kemur Snæfelli tólf stigum yfir. Haukar hafa tíu mínútur til að snúa stöðunni sér í vil. Annars lyfta Snæfellskonur Íslandsmeistaratitlinum.30. mín | 44-34 | Hardy hefur heyrt í mér. Hún skorar körfu góða og setur svo vítaskotið niður. Tíu stiga munur.29. mín | 44-31| Margrét minnkar muninn fyrir Hauka, en það þarf meira til. Hardy þarf að taka af sér huliðshjálminn.27. mín | 44-29 | Þrír þristar á skömmum tíma hjá Snæfelli; Helga Hjördís, Brown og Hildur Sigurðardóttir. Fimmtán stiga munur! Hardy er ekki komin á blað í seinni hálfleik og Haukar eru ekki enn búnar að skora þriggja stiga körfu í leiknum!26. mín | 33-29 | Brown skorar sína fyrstu körfu og kemur Snæfelli fjórum stigum yfir.23. mín | 31-29 | Helga Hjördís setur niður þrist, sinn annan í kvöld. Þetta virðist vera að opnast ef marka má upphafsmínútur seinni hálfleiks. Gunnhildur er komin með fjórar villur hjá Haukum og sest á bekkinn. Það er alvarlegt mál.Fyrri hálfleik lokið | 23-25 | Hardy lokar hálfleiknum með fallegu stökkskoti. Hún er stigahæst Hauka með 12 stig, auk þess sem hún hefur tekið 11 fráköst. Gunnhildur kemur næst með sex stig. Hildur Björg hefur skorað flest stig heimakvenna, eða tíu talsins. Bæði liðin hafa verið að hitta illa. Hildur Sigurðardóttir og Brown hafa t.a.m. tekið samtals 16 skot, sem öll hafa misfarist. Aðeins ein þriggja stiga karfa er komin í leikinn, úr 26 tilraunum.20. mín |23-23 | Hildur Björg setur tvö víti niður og jafnar leikinn. Hún er stigahæst heimakvenna með tíu stig.19. mín | 21-23 | Berglind brýtur á Hardy í hraðaupphlaupi og fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Hardy setur bæði vítin niður.18. mín | 19-21 | Margrét Rósa Hálfdanardóttir jafnar leikinn og Lovísa Björt Henningsdóttir kemur Haukum svo yfir. Báðum liðum gengur bölvanlega í sókninni. Haukakonur eru t.a.m. ekki enn búnar að setja niður þriggja stiga skot.16. mín | 19-17 | Leikhlé. Gunnhildur jafnaði leikinn fyrir Hauka, en Hildur Björg kom Snæfelli yfir í næstu sókn. Skotnýting beggja liða er vond. Barátta og varnarleikur eru í fyrirrúmi enn sem komið er.14. mín | 16-15 | Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir tekur sóknarfrákast og setur í kjölfarið tvö vítaskot niður. Hennar fyrstu stig.13. mín | 14-15 | Jóhanna Björk Sveinsdóttir kemur Haukum yfir á ný af vítalínunni. Brown er búin að taka sex skot utan af velli, sem öll hafa geigað.Fyrsta leikhluta lokið | 10-12 | Tveggja stiga munur. Hardy fékk nokkurra sekúndna hvíld undir lok leikhlutans. Hún er kominn með 8 stig og fimm fráköst.9. mín | 8-12 | Hardy tekur tvö sóknarfráköst í sömu sókninni. Í seinna skiptið var brotið á henni og hún setti annað vítið niður. Brown skoraði áðan sitt fyrsta stig í úrslitaeinvíginu af vítalínunni.8. mín | 5-11 | Leikhlé. Enn sex stiga munur. Snæfell hefur hitt illa hér í upphafi leiks, en liðið er aðeins búið að skora tvær körfur á átta mínútum.6. mín | 5-11 | Sex stiga munur eftir tvær körfur í röð frá Hardy.5. mín | 5-7 | Hildur Björg Kjartansdóttir minnkar muninn í tvö stig. Chynne Brown er komin inn á fyrir Snæfell. Sjáum hversu mikið hún getur beitt sér.3. mín | 3-7 | Gunnhildur Gunnarsdóttir, systir Berglindar í Snæfellsliðinu, er búin að skora fjögur stig í röð fyrir Hauka. Helga Hjördís Björgvinsdóttir kom Snæfelli á blað í millitíðinni með þriggja stiga körfu.2. mín |0-3 | Lele Hardy skorar fyrstu stig leiksins, fyrst af vítalínunni og svo úr hraðaupphlaupi.Fyrsti leikhluti hafinn: Góða skemmtun! Ágætur vallarþulur Snæfells lofaði meiru af Páli Óskari í hálfleik.Fyrir leik: Páll Óskar hefur lokið sér af. "Áfram Snæfell!" voru hans lokaorð. Nú eru innan við tvær mínútur í að leikurinn hefjist.Fyrir leik: Fyrir fyrsta leikinn í Stykkishólmi söng Karlakór Reykjavíkur þjóðsönginn og í kvöld er það Páll Óskar sem treður upp. Hvað næst, komi til oddaleiks?Fyrir leik: Chynne Brown er á skýrslu í kvöld. Það verður síðan að koma í ljós hvort hún er spilfær.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Davíð Kristján Hreiðarsson.Fyrir leik: Tveggja stiga nýting Snæfells í einvíginu er 38%, en Hauka 42%. Snæfell er hins vegar með betri þriggja stiga nýtingu; 35% gegn 24% hjá Haukum.Fyrir leik: Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í báðum leikjunum til þessa; 52-45 í fyrri leiknum og 36-31 í þeim seinni.Fyrir leik: Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst Snæfellskvenna í fyrri leiknum með 15 stig, en nafna hennar, Sigurðardóttir, skoraði mest í þeim seinni, eða 30 stig. Lele Hardy var stigahæst Haukakvenna í báðum leikjunum; með 18 stig í fyrri leiknum og 23 í þeim seinni. Hún hefur einnig leikið allar 80 leikmínúturnar í leikjunum tveimur.Fyrir leik: Snæfell hefur unnið báða leiki liðanna í úrslitaeinvíginu; 59-50 í fyrsta leiknum í Stykkishólmi og 72-75 í seinni leiknum í Schenker höllinni í Hafnarfirði.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Snæfells og Hauka. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Forráðamenn Ungmennafélagsins Snæfells sjá eflaust ekki eftir að hafa ráðið Inga Þór Steinþórsson til að stýra karla- og kvennaliðum félagsins árið 2009. Þann 29. apríl 2010 vann karlalið félagsins yfirburðarsigur, 105-69, á Keflavík í oddaleik og tryggði sér Íslandsmeistaratitinn, þann fyrsta í sögu félagsins. Og í kvöld, þann 6. apríl 2014, endurtók kvennalið félagsins leikinn eftir 69-62 sigur á Haukum. Þetta var þriðji sigur Snæfells á Hafnarfjarðarliðinu í jafnmörgum leikjum í úrslitaeinvígi liðanna og það liggur því ljóst fyrir: Snæfell er Íslandsmeistari 2014 í Dominos deild kvenna í körfubolta, í fyrsta skipti. Það þarf ekki að koma á óvart að Snæfell standi uppi sem Íslandsmeistari - liðið varð nú einu sinni deildarmeistari eftir að hafa unnið 25 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni - en margir héldu að titilvonir liðsins hefðu fokið út um gluggann þegar Chynna Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir meiddust gegn Val, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni. Fólk notar orðið karakter yfir ótrúlegustu og ólíklegustu hluti, en Snæfellsliðið skilgreindi orðið karakter í þessari úrslitakeppni. Það er meira en segja það fyrir lið að missa sitt helsta sóknarvopn, en eftir að Brown datt út lögðu Snæfellskonur höfuðáherslu á vörnina eins og Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði liðsins, sagði í viðtali eftir leik. Og það var vörnin, öðru fremur, sem lagði grunninn að Íslandsmeistaratitlinum. Leikurinn í kvöld var um margt svipaður fyrsta leiknum í einvígi liðanna. Baráttan var mikil og varnirnar sterkar, en liðunum gekk báðum bölvanlega að hitta. Til marks um það þá var skotnýting Snæfells í fyrri hálfleik aðeins 19% á móti 20% hjá Haukum. Það var helst að liðunum yrði ágengt á vítalínunni, en átta af 23 stigum Snæfells í fyrri hálfleik komu þaðan og sjö af 25 stigum Hauka.Lele Hardy var sú eina náði einhverjum takti í sóknarleik Hauka, en hún lauk fyrri hálfleik með 12 stig og 11 fráköst. Hinum megin var Hildur Björg Kjartansdóttir stigahæst með tíu stig, auk fjögurra frákasta. Fyrri hálfleikur var jafn, en Haukakonur voru þó jafnan á undan að skora. Staðan í hálfleik var 23-29. Haukakonur byrjuðu fyrri hálfleikinn betur og komust í 25-29, en þá opnuðust flóðgáttirnir hjá Snæfelli, ekki ósvipað og gerðist í fyrsta leiknum. Heimakonur byrjuðu að hitta fyrir utan og á sex mínútna kafla breyttu þær stöðunni úr 25-29 í 44-29 og litu ekki til baka eftir það. Haukar gerðu hvað þær gátu, en Snæfell átti krók á móti hverju bragði Hauka. Þótt Hardy hefði endað leikinn með 24 stig og 16 fráköst var hún í strangri gæslu og Snæfellskonur, og þá sérstaklega Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, létu hana hafa fyrir hverju einasta stigi. Snæfellskonur héldu Haukakonum í hæfilegri fjarlægð og unnu að lokum sjö stiga sigur, 69-62. Hildur Sigurðardóttir hafði hægt um sig í fyrri hálfleik, en átti stórkostlegan seinni hálfleik og endaði leikinn með 20 stig, 13 fráköst og níu stoðsendingar. Að leik loknum fékk hún svo viðurkenningu fyrir að vera mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nafna hennar, Björg Kjartansdóttir, átti einnig frábæran leik; skoraði 17 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Guðrún Gróa var sömuleiðis öflug með 11 stig, tíu fráköst og spilaði að venju frábæran varnarleik. Helga Hjördís Björgvinsdóttir setti svo niður stór skot eins og hún hefur gert í allri úrslitakeppninni. Hardy var, sem áður segir, atkvæðamest Haukakvenna, en gestirnir hefðu þurft að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum til að eiga möguleika á að vinna Snæfellsliðið í kvöld. Hildur Sigurðardóttir lyfti svo Íslandsmeistarabikarnum að leik loknum við mikinn fögnuð fjölmargra stuðningsmanna Snæfells. Þetta var kvöld sem þeir gleyma seint. Hildur: Það var hægt að sjá alla á dvalarheimilinu"Þetta var mjög sætt, að klára þetta í þremur leikjum," sagði Hildur Sigurðardóttir, mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar, eftir að hafa lyft Íslandsmeistaratitlinum, þeim fyrsta í sögu Snæfells. "Við lögðum upp með að vinna þetta á vörninni, þar sem við missum kannski okkar helsta skorara út í upphafi úrslitakeppninnar. Þannig að við vorum skynsamar og ætluðum að taka þessa keppni á vörninni og stigaskorið var bara plús fyrir okkur. Við héldum í vörninni og svo settum við nokkur stór skot ofan í og þá var þetta komið." Snæfell gekk ágætlega að halda aftur af Lele Hardy, besta leikmanni Hauka. Hversu miklu máli skipti það? "Það skipti bara öllu máli. Ég er ekki að segja að þær séu lakir leikmenn, þær sem eru með henni, en þær eru svo vanar að hún geri ansi mikið. Það riðlar miklu í leik þeirra þegar hún er klippt út. Það skipti höfuðmáli." Hildur hefur áður unnið Íslandsmeistaratitil með KR, en það hlýtur að hafa verið sérstakt að vinna titil með uppeldisfélaginu. "Þegar ég fór héðan, þá gat ég aldrei ímyndað mér að ég myndi koma hingað aftur til að spila körfubolta. En aðstæður hafa breyst hérna, það er kominn framhaldsskóli úti í Grundarfirði, þannig að það er hægt að halda úti liði. Ég er búin að vera hérna í þrjú ár og það hefur verið stígandi í liðinu með hverju ári og núna erum við búnar að landa tveimur stórum titlum. Auðvitað er þetta mjög sætt, verandi fædd og uppalin hér." Snæfell fékk frábæran stuðning í kvöld, eins og í allri úrslitakeppninni. "Ég held að ekkert kvennalið sé með svona stuðningslið á bakvið sig. Það var frábær stemmning í stúkunni í kvöld og það var hægt að sjá alla á dvalarheimilinu, alla í skólanum og meira að segja nunnurnar voru mættar. Það voru allir mættir á leikinn, það var ekki hægt að biðja um meira," sagði Hildur að lokum. Guðrún Gróa: Vorum alltaf að koma sjálfum okkur og öðrum á óvartGuðrún Gróa Þorsteinsdóttir var að vonum sátt að leik loknum, en hún varð í kvöld Íslandsmeistari í annað sinn. "Í bæði skiptin var þetta frábært og það er ólýsanlegt að vinna Íslandsmeistaratitilinn. En þessi var allt öðruvísi. Þegar ég var í KR, þá var þetta svona stjörnulið og pínulítið formsatriði að vinna titilinn." "Þessi var öðruvísi. Þótt okkur hefði gengið lygilega vel í vetur, þá vorum við alltaf að koma sjálfum okkur og öðrum á óvart, sérstaklega eftir að leikmenn fóru að hrynja niður í úrslitakeppninni. Þetta leit ekkert alltaf vel út, en það var liðið sem kláraði þetta." Fyrri hálfleikur var jafn, en Snæfellskonur tóku völdin í seinni hálfleik. "Spennustigið var hátt og það var mikið um mistök. Svo þegar maður nær áttum, þá kemur þetta. Maður verður að spila sinn leik og þá kemur í ljós hvort liðið er betra. Þú vinnur svona leiki á baráttu og leikgleði." Guðrún Gróa spilaði frábæra vörn á Lele Hardy sem skipti sköpum um útkomu einvígisins. "Hvort sem við vorum að stoppa hana eða aðrar, þá var liðsvörnin góð," sagði Guðrún Gróa að endingu. Ingi Þór: Algjör tilfinningarússibaniIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur nú gert bæði karla- og kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum. Hann var líka kátur í leikslok eftir að stelpurnar hans tryggðu sér titilinn í Hólminum í kvöld. "Þetta venst aldrei, sama hversu marga titla maður er búinn að vinna. Þessi er alveg ofboðslega sögulegur og leiðin okkar að titlinum var alveg mögnuð. Við lendum í öllum þessum hremmingum og svo í því að spila án erlends leikmanns, bæði í leik fimm á móti Val og svo í úrslitaseríunni. Ég tel hana ekki hafa verið með í dag þó að hún hafi verið í búningi," sagði Ingi Þór og er þar að tala um bandaríska leikmanninn Chynnu Brown sem meiddist á úrslitstundu. Brown var með 4 stig á 21 mínútu í leiknum í kvöld. "Ég missti svolítið einbeitinguna í seríunni á móti Val þegar við lendum í þessum meiðslum og fór að fókusa á hluti sem við höfðum engin áhrif á. Sem betur fer býr reynsla í okkur og við náðum að einbeita okkur að því sem við gátum haft áhrif á. Við gerðum það heldur betur," sagði Ingi. "Varnirnar voru mjög góðar í fyrsta leiknum en í kvöld var spennustigið mjög hátt. Hittni beggja liða var afleit í fyrri hálfleik. Spennustigið var því ekkert síðra hjá þeim en hjá okkur. Við fórum inn í hálfleik vitandi það að við vorum með Chynnu og Hildi Sig í 0 af 19 í fyrri hálfleik og tveimur stigum undir. Ég óskaði eftir því að fá það lið til leiks sem hafði verið að spila allt tímabilið. Við fengum 19-0 kafla í þriðja leikhlutanum sem kláraði leikinn og svo stóðumst við öll áhlaup sem þær komu með. Þetta var alveg geggjaður liðssigur," sagði Ingi Þór. "Spennustigið var þannig að það vara bara skoruð ein þriggja stiga karfa í fyrri hálfleik og hún var spjaldið ofaní. Spennustigið var því mjög hátt og það lið sem var reiðubúið að taka stjórnina á leik sínum í seinni hálfleik myndi vinna leikinn. Ég mjög ánægður að við höfum stýrt þessu í höfn enda studd hérna af yndislegu fólki. Stuðningssveitin Hermundur var til fyrirmyndar og hún kveikti í öllu. Hún er búin að vera sjötti maðurinn í þessum leikjum okkar og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það," sagði Ingi Þór. "Það er ósanngjarnt að líkja þessum titlum saman við þá sem ég hef unnið áður. Þetta er samt fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sem ég vinn með kvennalið. Ég hafði aldrei þjálfað mikið í kvenna fyrr en ég kom hingað. Við höfðum orðið deildarmeistarar og Lengjubikarmeistarar en þetta er ólýsanlegt. Leiðin að þessum titli var þannig. Við erum lið númer eitt og lendum í þessum hremmingum. Þetta var því algjör tilfinningarússibani," sagði Ingi Þór.Tölfræði leiksins:Snæfell-Haukar 69-62 (10-12, 13-13, 23-9, 23-28)Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 20/13 fráköst/9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/10 fráköst/5 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 13, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/10 fráköst/3 varin skot, Chynna Unique Brown 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/4 fráköst.Haukar: Lele Hardy 24/16 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6/5 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst.Bein textalýsing:Leik lokið | 69-62 | Þetta er búið! Snæfell er Íslandsmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki40. mín | 67-60 | Sjö stiga munur, 12 sekúndur eftir. Hildur Sigurðardóttir er á línunni.40. mín | 63-55 | Átta stiga munur, þrjátíu sekúndur eftir. Þetta á ekki að vera hægt fyrir Hauka.38. mín | 61-48 | Þrettán stiga munur. Snæfell er tveimur mínútum frá sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki.36. mín |59-44 | Guðrún Gróa setur niður þrist nr. sex hjá Snæfelli í seinni hálfleik. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tekur leikhlé. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef Snæfellskonur eiga ekki eftir að lyfta Íslandsmeistaratitlinum hér á eftir.35. mín | 56-44| Snæfellskonur eiga krók á móti hverju bragði Haukakvenna. Og Hildur Sigurðardóttir er byrjuð að setja niður skot og það er ekki að fara að hjálpa Haukum neitt.32. mín | 48-40 | Loksins, loksins skora Haukar þriggja stiga körfu, en Íris Sverrisdóttir var þar að verki. Það tók Haukakonur 32 mínútur að setja niður þrist.32. mín | 48-37| Hardy setur vítaskot niður og minnkar muninn í 11 stig. Vítanýting Hauka er aðeins 50%.Þriðja leikhluta lokið | 46-34 | Eva Margrét Kristjánsdóttir skorar síðustu tvö stig leikhlutans af vítalínunni og kemur Snæfelli tólf stigum yfir. Haukar hafa tíu mínútur til að snúa stöðunni sér í vil. Annars lyfta Snæfellskonur Íslandsmeistaratitlinum.30. mín | 44-34 | Hardy hefur heyrt í mér. Hún skorar körfu góða og setur svo vítaskotið niður. Tíu stiga munur.29. mín | 44-31| Margrét minnkar muninn fyrir Hauka, en það þarf meira til. Hardy þarf að taka af sér huliðshjálminn.27. mín | 44-29 | Þrír þristar á skömmum tíma hjá Snæfelli; Helga Hjördís, Brown og Hildur Sigurðardóttir. Fimmtán stiga munur! Hardy er ekki komin á blað í seinni hálfleik og Haukar eru ekki enn búnar að skora þriggja stiga körfu í leiknum!26. mín | 33-29 | Brown skorar sína fyrstu körfu og kemur Snæfelli fjórum stigum yfir.23. mín | 31-29 | Helga Hjördís setur niður þrist, sinn annan í kvöld. Þetta virðist vera að opnast ef marka má upphafsmínútur seinni hálfleiks. Gunnhildur er komin með fjórar villur hjá Haukum og sest á bekkinn. Það er alvarlegt mál.Fyrri hálfleik lokið | 23-25 | Hardy lokar hálfleiknum með fallegu stökkskoti. Hún er stigahæst Hauka með 12 stig, auk þess sem hún hefur tekið 11 fráköst. Gunnhildur kemur næst með sex stig. Hildur Björg hefur skorað flest stig heimakvenna, eða tíu talsins. Bæði liðin hafa verið að hitta illa. Hildur Sigurðardóttir og Brown hafa t.a.m. tekið samtals 16 skot, sem öll hafa misfarist. Aðeins ein þriggja stiga karfa er komin í leikinn, úr 26 tilraunum.20. mín |23-23 | Hildur Björg setur tvö víti niður og jafnar leikinn. Hún er stigahæst heimakvenna með tíu stig.19. mín | 21-23 | Berglind brýtur á Hardy í hraðaupphlaupi og fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Hardy setur bæði vítin niður.18. mín | 19-21 | Margrét Rósa Hálfdanardóttir jafnar leikinn og Lovísa Björt Henningsdóttir kemur Haukum svo yfir. Báðum liðum gengur bölvanlega í sókninni. Haukakonur eru t.a.m. ekki enn búnar að setja niður þriggja stiga skot.16. mín | 19-17 | Leikhlé. Gunnhildur jafnaði leikinn fyrir Hauka, en Hildur Björg kom Snæfelli yfir í næstu sókn. Skotnýting beggja liða er vond. Barátta og varnarleikur eru í fyrirrúmi enn sem komið er.14. mín | 16-15 | Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir tekur sóknarfrákast og setur í kjölfarið tvö vítaskot niður. Hennar fyrstu stig.13. mín | 14-15 | Jóhanna Björk Sveinsdóttir kemur Haukum yfir á ný af vítalínunni. Brown er búin að taka sex skot utan af velli, sem öll hafa geigað.Fyrsta leikhluta lokið | 10-12 | Tveggja stiga munur. Hardy fékk nokkurra sekúndna hvíld undir lok leikhlutans. Hún er kominn með 8 stig og fimm fráköst.9. mín | 8-12 | Hardy tekur tvö sóknarfráköst í sömu sókninni. Í seinna skiptið var brotið á henni og hún setti annað vítið niður. Brown skoraði áðan sitt fyrsta stig í úrslitaeinvíginu af vítalínunni.8. mín | 5-11 | Leikhlé. Enn sex stiga munur. Snæfell hefur hitt illa hér í upphafi leiks, en liðið er aðeins búið að skora tvær körfur á átta mínútum.6. mín | 5-11 | Sex stiga munur eftir tvær körfur í röð frá Hardy.5. mín | 5-7 | Hildur Björg Kjartansdóttir minnkar muninn í tvö stig. Chynne Brown er komin inn á fyrir Snæfell. Sjáum hversu mikið hún getur beitt sér.3. mín | 3-7 | Gunnhildur Gunnarsdóttir, systir Berglindar í Snæfellsliðinu, er búin að skora fjögur stig í röð fyrir Hauka. Helga Hjördís Björgvinsdóttir kom Snæfelli á blað í millitíðinni með þriggja stiga körfu.2. mín |0-3 | Lele Hardy skorar fyrstu stig leiksins, fyrst af vítalínunni og svo úr hraðaupphlaupi.Fyrsti leikhluti hafinn: Góða skemmtun! Ágætur vallarþulur Snæfells lofaði meiru af Páli Óskari í hálfleik.Fyrir leik: Páll Óskar hefur lokið sér af. "Áfram Snæfell!" voru hans lokaorð. Nú eru innan við tvær mínútur í að leikurinn hefjist.Fyrir leik: Fyrir fyrsta leikinn í Stykkishólmi söng Karlakór Reykjavíkur þjóðsönginn og í kvöld er það Páll Óskar sem treður upp. Hvað næst, komi til oddaleiks?Fyrir leik: Chynne Brown er á skýrslu í kvöld. Það verður síðan að koma í ljós hvort hún er spilfær.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Davíð Kristján Hreiðarsson.Fyrir leik: Tveggja stiga nýting Snæfells í einvíginu er 38%, en Hauka 42%. Snæfell er hins vegar með betri þriggja stiga nýtingu; 35% gegn 24% hjá Haukum.Fyrir leik: Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í báðum leikjunum til þessa; 52-45 í fyrri leiknum og 36-31 í þeim seinni.Fyrir leik: Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst Snæfellskvenna í fyrri leiknum með 15 stig, en nafna hennar, Sigurðardóttir, skoraði mest í þeim seinni, eða 30 stig. Lele Hardy var stigahæst Haukakvenna í báðum leikjunum; með 18 stig í fyrri leiknum og 23 í þeim seinni. Hún hefur einnig leikið allar 80 leikmínúturnar í leikjunum tveimur.Fyrir leik: Snæfell hefur unnið báða leiki liðanna í úrslitaeinvíginu; 59-50 í fyrsta leiknum í Stykkishólmi og 72-75 í seinni leiknum í Schenker höllinni í Hafnarfirði.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Snæfells og Hauka.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira