Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2014 11:24 Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu leiði líkur að því að hann hefði framið brot. vísir/heiða Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01