James Franco skandallinn jafnvel hluti af auglýsingaherferð 7. apríl 2014 20:00 James Franco Vísir/Getty Bandaríski leikarinn James Franco viðurkenndi í síðustu viku að hafa reynt við unglingsstúlku á samskiptamiðlinum Instagram. Leikarinn hitti hina sautján ára gömlu Lucy Clode fyrir utan leikhús í New York eftir leiksýningu á verkinu Mýs og menn, en Franco fer með hlutverk í sýningunni. Í kjölfarið hófu þau að tala saman á ljósmyndavefnum Instagram. Nú eru uppi sögusagnir um að uppátækið hafi verið hluti af vafasamri markaðsherferð fyrir Palo Alto, nýja kvikmynd sem byggð er á smásagnasafni eftir Franco sjálfan. Ein sagan úr safninu fjallar um unga stúlku, April, sem leikin er af Emmu Roberts, sem á í ástarsambandi við fótboltaþjálfarann sinn, Mr. B, sem leikinn er af Franco. Sambandið er sýnt í stiklu úr kvikmyndinni sem var gefin út þann 2. apríl. Franco viðurkenndi í þættinum Live with Kelly and Michael að hafa reynt við stúlkuna og sagðist hann skammast sín. „Ætli ég sé ekki dæmi um það hversu snúnir samskiptamiðlarnir geta verið,“ sagði leikarinn og bætti því við að viðreynslan hefði verið dómgreindarbrestur og að hann hefði lært sína lexíu. Palo Alto er leikstýrt af Gia Coppola og verður sýnt í kvikmyndahúsum vestanhafs þann níunda maí. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn James Franco viðurkenndi í síðustu viku að hafa reynt við unglingsstúlku á samskiptamiðlinum Instagram. Leikarinn hitti hina sautján ára gömlu Lucy Clode fyrir utan leikhús í New York eftir leiksýningu á verkinu Mýs og menn, en Franco fer með hlutverk í sýningunni. Í kjölfarið hófu þau að tala saman á ljósmyndavefnum Instagram. Nú eru uppi sögusagnir um að uppátækið hafi verið hluti af vafasamri markaðsherferð fyrir Palo Alto, nýja kvikmynd sem byggð er á smásagnasafni eftir Franco sjálfan. Ein sagan úr safninu fjallar um unga stúlku, April, sem leikin er af Emmu Roberts, sem á í ástarsambandi við fótboltaþjálfarann sinn, Mr. B, sem leikinn er af Franco. Sambandið er sýnt í stiklu úr kvikmyndinni sem var gefin út þann 2. apríl. Franco viðurkenndi í þættinum Live with Kelly and Michael að hafa reynt við stúlkuna og sagðist hann skammast sín. „Ætli ég sé ekki dæmi um það hversu snúnir samskiptamiðlarnir geta verið,“ sagði leikarinn og bætti því við að viðreynslan hefði verið dómgreindarbrestur og að hann hefði lært sína lexíu. Palo Alto er leikstýrt af Gia Coppola og verður sýnt í kvikmyndahúsum vestanhafs þann níunda maí.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira