Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 17-20 | Öflug byrjun dugði til Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ásvöllum skrifar 8. apríl 2014 13:12 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Valli Valur er komið áfram í undanúrslit Olísdeildar kvenna eftir fremur öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valur vann þar með rimmu liðanna í 8-liða úrslitum, 2-0. Gestirnir úr hlíðunum gerðu í raun út um leikinn strax á upphafsmínútunum. Haukar komust ekki á blað fyrr en eftir þrettán mínútur og staðan var 11-1 eftir 23 mínútur. Haukar stórbættu þá varnarleikinn sinn og spiluðu miklu betur í síðari hálfleik. Fyrir rest náðu þær hafnfirsku að minnka muninn í þrjú mörk en sigur Vals var þó aldrei í hættu. Heimamenn virtust mjög ragir í upphafi leiksins og náðu varla að koma skoti að marki gegn sterkri vörn Valsmanna. Skyttur liðsins komust engan veginn í takt við leikinn og Valskonur gengu einfaldlega á lagið með einföldum mörkum, hvort sem er eftir hraðaupphlaup eða uppstilltar sóknir. Það stefndi í stórslys Haukakvenna en eftir síðara leikhlé Halldórs Harra Kristjánssonar í fyrri hálfleik lifnaði loksins yfir þeim. Liðið bætti varnarleikinn til muna, skoraði nokkur mörk úr hraðaupphlaupum og við það jókst sjálfstraustið. Síðari hálfleikur einkenndist svo af mikilli hörku og fjölmörgum töpuðum boltum leikmanna beggja liða. Dómararnir virtust ekki vandanum vaxnir og ákvarðanir þeirra fór ítrekað í taugarnar á leikmönnum, sérstaklega gestunum. Valsmenn héldu þó þægilegri forystu allt fram á lokamínúturnar, er Haukar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Skytturnar duttu í gírinn og stemningin ágæt í heimamönnum. En baráttan var löngu töpuð.Karen Helga Díönudóttir var mjög öflug í síðari hálfleik hjá Haukum og Marija Gedroit skoraði nokkur lagleg mörk þegar hún komst loksins í gang. Valur byrjaði af miklum krafti í sínum sóknarleik en gaf svo verulega eftir. Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum en síðarnefnda liðið hafði betur gegn FH í sinni rimmu, 2-0. Halldór Harri: Bara eitt skref af mörgum„Við vorum ekki í takt við leikinn fyrstu 20 mínúturnar. Við þorðum ekki að fara á markið og virtumst dauðhræddar við Jennýju í markinu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við erum þó það klikkaðar að við héldum að við myndum ná þessu þrátt fyrir að vera átta mörkum undir í síðari hálfleik.“ „Það var að minnsta kosti ekki ætlunin að láta henda okkur úr úrslitakeppninni og ég tel það bara mjög gott að fá bara 20 mörk á sig í leik gegn Val,“ bætti Halldór Harri við. „Við töpuðum líka fyrir Val í úrslitakeppninni í fyrra og vonandi nýtist reynslan til þess að við getum komist skrefi lengra næst,“ sagði Halldór Harri en hann ætlar að halda áfram sem þjálfari Hauka. Hann segist sáttur við ýmislegt í vetur. „Sumt og sumt ekki. En þetta er bara eitt skref af mörgum.“ Kristín: Þetta var hættulegtKristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, var ekki sátt við frammistöðu dómaraparsins í kvöld. „Mér fannst við fá tvær mínútur fyrir allt sem við gerðum hérna í lokin,“ sagði Kristín við Vísi eftir leikinn. „En þetta var vissulega skrýtinn leikur. Kannski voru þær svona ægilega góðar í vörn en það var bara erfitt að spila þegar það er endalaust verið að rífa í mann í sókninni og það er ekkert dæmt.“ „Þetta var orðið hættulegt. Þeim var alveg sama hvernig þær brutu - þær komust alltaf upp með það,“ bætti Kristín við. Þess má geta að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór meidd af velli í síðari hálfleik eftir að brotið var á henni. Hún kom ekki meira við sögu. Kristín segist þó sátt við margt í leiknum og að það megi nýta margt fyrir framhaldið. „Við erum nú búnar að spila tvo leiki eftir nokkuð langa pásu og ég finn strax mun á okkur í kvöld miðað við síðasta leik. Við náðum svo að gera heilmikið í kvöld sem mun koma sér vel í næstu leikjum.“ Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum og Kristín segir að leikmenn Vals mæti fullar sjálfstrausts til leiks. „Mér finnst vörnin okkar það góð í kvöld. Í raun finnst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik með fimmtán marka mun en ég tek það ekki af Haukum að þær eru með hörkulið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Valur er komið áfram í undanúrslit Olísdeildar kvenna eftir fremur öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valur vann þar með rimmu liðanna í 8-liða úrslitum, 2-0. Gestirnir úr hlíðunum gerðu í raun út um leikinn strax á upphafsmínútunum. Haukar komust ekki á blað fyrr en eftir þrettán mínútur og staðan var 11-1 eftir 23 mínútur. Haukar stórbættu þá varnarleikinn sinn og spiluðu miklu betur í síðari hálfleik. Fyrir rest náðu þær hafnfirsku að minnka muninn í þrjú mörk en sigur Vals var þó aldrei í hættu. Heimamenn virtust mjög ragir í upphafi leiksins og náðu varla að koma skoti að marki gegn sterkri vörn Valsmanna. Skyttur liðsins komust engan veginn í takt við leikinn og Valskonur gengu einfaldlega á lagið með einföldum mörkum, hvort sem er eftir hraðaupphlaup eða uppstilltar sóknir. Það stefndi í stórslys Haukakvenna en eftir síðara leikhlé Halldórs Harra Kristjánssonar í fyrri hálfleik lifnaði loksins yfir þeim. Liðið bætti varnarleikinn til muna, skoraði nokkur mörk úr hraðaupphlaupum og við það jókst sjálfstraustið. Síðari hálfleikur einkenndist svo af mikilli hörku og fjölmörgum töpuðum boltum leikmanna beggja liða. Dómararnir virtust ekki vandanum vaxnir og ákvarðanir þeirra fór ítrekað í taugarnar á leikmönnum, sérstaklega gestunum. Valsmenn héldu þó þægilegri forystu allt fram á lokamínúturnar, er Haukar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Skytturnar duttu í gírinn og stemningin ágæt í heimamönnum. En baráttan var löngu töpuð.Karen Helga Díönudóttir var mjög öflug í síðari hálfleik hjá Haukum og Marija Gedroit skoraði nokkur lagleg mörk þegar hún komst loksins í gang. Valur byrjaði af miklum krafti í sínum sóknarleik en gaf svo verulega eftir. Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum en síðarnefnda liðið hafði betur gegn FH í sinni rimmu, 2-0. Halldór Harri: Bara eitt skref af mörgum„Við vorum ekki í takt við leikinn fyrstu 20 mínúturnar. Við þorðum ekki að fara á markið og virtumst dauðhræddar við Jennýju í markinu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við erum þó það klikkaðar að við héldum að við myndum ná þessu þrátt fyrir að vera átta mörkum undir í síðari hálfleik.“ „Það var að minnsta kosti ekki ætlunin að láta henda okkur úr úrslitakeppninni og ég tel það bara mjög gott að fá bara 20 mörk á sig í leik gegn Val,“ bætti Halldór Harri við. „Við töpuðum líka fyrir Val í úrslitakeppninni í fyrra og vonandi nýtist reynslan til þess að við getum komist skrefi lengra næst,“ sagði Halldór Harri en hann ætlar að halda áfram sem þjálfari Hauka. Hann segist sáttur við ýmislegt í vetur. „Sumt og sumt ekki. En þetta er bara eitt skref af mörgum.“ Kristín: Þetta var hættulegtKristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, var ekki sátt við frammistöðu dómaraparsins í kvöld. „Mér fannst við fá tvær mínútur fyrir allt sem við gerðum hérna í lokin,“ sagði Kristín við Vísi eftir leikinn. „En þetta var vissulega skrýtinn leikur. Kannski voru þær svona ægilega góðar í vörn en það var bara erfitt að spila þegar það er endalaust verið að rífa í mann í sókninni og það er ekkert dæmt.“ „Þetta var orðið hættulegt. Þeim var alveg sama hvernig þær brutu - þær komust alltaf upp með það,“ bætti Kristín við. Þess má geta að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór meidd af velli í síðari hálfleik eftir að brotið var á henni. Hún kom ekki meira við sögu. Kristín segist þó sátt við margt í leiknum og að það megi nýta margt fyrir framhaldið. „Við erum nú búnar að spila tvo leiki eftir nokkuð langa pásu og ég finn strax mun á okkur í kvöld miðað við síðasta leik. Við náðum svo að gera heilmikið í kvöld sem mun koma sér vel í næstu leikjum.“ Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum og Kristín segir að leikmenn Vals mæti fullar sjálfstrausts til leiks. „Mér finnst vörnin okkar það góð í kvöld. Í raun finnst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik með fimmtán marka mun en ég tek það ekki af Haukum að þær eru með hörkulið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira