Innlent

„Ef við viljum gott skólakerfi þá hangir það á kennurunum“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Ef við viljum gott skólakerfi þá hangir það á kennurunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra, sem var gestur Mikaels Torfasonar í Minni Skoðun fyrr í dag.

Katrín gagnrýnir hugmyndir um einhliða styttingu framhaldsskólanna og segir að nauðsynlegt sé að koma til móts við fjölbreyttari hópa með að auka sveigjanleika skólanna. Að fólk fái val um hvort það klári sína skólagöngu á þremur eða fjórum árum og að námsbrautir verði fjölbreyttari. Hún segir að þannig sé verið að leggja meiri ábyrgð á hendur kennara og skólanna.

„Ég held að kennaradeilan sé angi af vandamálum skólakerfisins.“

Þá segir hún skólakerfið hafa breyst talsvert á síðustu árum og segir kennara hafa setið eftir í kjörum þegar horft er á sambærilegar stéttir og því sé krafa þeirra ekki óréttmæt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×