Erlent

Leit haldið áfram á Indlandshafi

Vísir/AFP
Víðtæk leit stendur nú yfir á suðurhluta Indlandshafs að Malasísku farþegaþotunni sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.

Í gær tilkynntu Ástralar að gervitunglamyndir gæfu til kynna að brak væri á floti í sjónum um 2500 kílómetra vestur af áströlsku borginni Perth.

Fimm flugvélar skanna nú svæðið og reyna að finna brakið en slæmt veður í gær kom í veg fyrir að leitin kæmist á fullt skrið.

Sökum þess hve svæðið er langt frá landi getur hver flugvél aðeins leitað í um tvo tíma áður en hún þarf að snúa til baka, en nokkur skip eru einnig á svæðinu og fleiri eru á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×