Fótbolti

Hallgrímur lék allan leikinn í sigri Sönderjyske

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND/KSÍ/HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON
Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörn Sönderjysek sem lagði Aab í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag 3-2. Þetta var fyrsti sigur Sönderjyske síðan í febrúar.

Lukas Spalvis kom Aab yfir á 29. mínútu með fyrsta marki leiksins. Strax mínútu síðar jafnaði Rubin Rafael Okotie metin og tveimur mínútum síðar var Sönderjyske komið yfir með marki Tommy Bechmann.

Staðan í hálfleik var 2-1 en Spalvis jafnaði metin á 66. mínútu en Bechmann tryggði Sönderjyske mikilvægan sigur með öðru marki sínu á 77. mínútu.

Sönderjyske er enn neðsta sæti deildarinnar en nú er liðið aðeins þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Aab er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×