Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-29 | Fram færist nær úrslitakeppninni. Ingvi Þór Sæmundsson í Digranesi skrifar 27. mars 2014 14:37 Vísir/Daníel Fram vann í kvöld öruggan sex marka sigur á botnliði HK í Olís deild karla. Lokatölur urðu 23-29. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi leiks. Lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum, en Safamýrarpiltum gekk þó ívið betur í sóknarleiknum og voru m.a. duglegir að sækja vítaköst sem Garðar Sigurjónsson nýtti af öryggi. Framliggjandi vörn Framara var sömuleiðis sterk og þeir náðu þriggja marka forystu, 5-8, um miðjan hálfleikinn eftir mark Stefáns Baldvins Stefánssonar úr hraðaupphlaupi. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari HK, leikhlé sem hafði góð áhrif á hans menn, þá sérstaklega Garðar Svansson sem skoraði þrjú mörk í röð, þar af tvö úr hraðaupphlaupum og HK-ingar voru allt í einu komnir yfir, 9-8.Guðlaugur Arnarson tók þá leikhlé og við það hresstust Framarar. Þeir fóru að finna betri færi í sókninni og komust fjórum mörkum yfir, 10-14, undir lok fyrri hálfleiks. HK náði þó að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan var 12-14, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leikmenn Fram komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks; vörnin var sterk og hægt og bítandi náðu þeir góðu forskoti. HK-ingar voru aldrei langt undan - munurinn í seinni hálfleik var jafnan fjögur til fimm mörk - en sigur Fram var aldrei í mikilli hættu. Framarar spiluðu sterka vörn að vanda og fengu framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni. Garðar var sterkur á línunni og nýtti vítin sín vel, Stefán Baldvin og Sveinn Þorgeirsson voru drjúgir, jafnt í vörn sem sókn, og þá er vert að nefna framlag Sigurðar Arnar Þorsteinssonar. Hann kom inn á í seinni hálfleik, var áræðinn og skoraði fimm góð mörk. Líkt og Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum, þá voru Kópavogspiltar sjálfum sér verstir í þessum leik. Liðið tapaði boltanum of oft og það var lítill kraftur í uppstilltum sóknarleik þess. Vörnin stóð á köflum vel, en ég hef ekki tölu á því hversu oft hún opnaðist á ögurstundu þegar sóknir Framara virtust komnar í öngstræti.Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur heimamanna í leiknum með sjö mörk. Hann gerði sín mistök líkt og liðsfélagar hans, en honum til hróss þá hætti hann aldrei að reyna. Þá áttu markverðir liðsins góðan dag þrátt fyrir tapið. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram er nú þremur stigum á undan FH, sem tapaði fyrr í kvöld fyrir Akureyri, og vinni Safamýrarpiltar annan af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir eru þeir öryggir inn í úrslitakeppnina. HK situr eftir sem áður á botni deildarinnar með sín þrjú stig.Garðar Sigurjónsson: Spilamennskan var bara fín Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, var að vonum sáttur eftir sigur hans manna á HK í kvöld. "Spilamennskan var bara fín í dag. Þetta var samt erfitt, því HK voru alveg góðir. Þetta var ekkert sérstaklega fallegur handbolti. HK voru að berjast og við áttum í vandræðum með að slíta þá frá okkur, en við náðum því í seinni hálfleik eftir um tíu mínútur. Eftir það litum við ekki um öxl." Sigurður Örn Þorsteinsson átti góða innkomu í lið Fram í seinni hálfleik og Garðar var ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns. "Hann var flottur, rosa flottur. Ég var ánægður með hann. Hann keyrði bara í gegn, þrumaði á markið og skoraði. Framarar hefðu ekki getað óskað sér betri úrslita í kvöld, en bæði FH og ÍR, keppinautar þeirra um sæti í úrslitakeppninni, töpuðu bæði. "Já, það var rosa gott fyrir okkur. Næsti leikur hjá okkur er við ÍR og það verður úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Nú fáum við fínt helgarfrí, svo eru tvær vikur í næsta leik og við verðum að æfa eins og vitleysingar fram að honum."Vilhelm Gauti Bergsveinsson: Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða "Mér finnst við, satt best að segja, vera sjálfum okkur verstir í leiknum," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson fyrirliði HK eftir tap hans manna fyrir Fram í kvöld. "Við erum að taka ákvarðanir inn á milli sem eru algjör katastrófa, en svo koma inn á milli flottir kaflar eins og í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir. Við vorum samt alltof sveiflukenndir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana." Vörn HK hélt vel á köflum, en síðan gerði einbeitingarleysi jafnan vart við sig. "Mér fannst við alltaf halda fyrstu 30-40 sekúndurnar mjög vel, en þá koma einhverjar smá hreyfingar hjá þeim, milli bakvarðar og hornamanns, einhverjar línusendingar eða eitthvað þar sem menn bara sofna. Það var ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik, við vorum bara ekki nógu einbeittir." HK bíður nú þess sem verða vill, en eins og fram hefur komið á síðustu vikum er möguleiki á að liðið spili áfram í efstu deild að ári, þrátt fyrir að enda tímabilið í botnsætinu. "Það er bara ekkert í okkar höndum," sagði Vilhelm um framhaldið. "Það er ekkert það þægilegasta að vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera á næsta ári, bara upp á leikmanna- og þjálfaramál og annað - hvar félagið stendur. Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða." Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Fram vann í kvöld öruggan sex marka sigur á botnliði HK í Olís deild karla. Lokatölur urðu 23-29. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi leiks. Lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum, en Safamýrarpiltum gekk þó ívið betur í sóknarleiknum og voru m.a. duglegir að sækja vítaköst sem Garðar Sigurjónsson nýtti af öryggi. Framliggjandi vörn Framara var sömuleiðis sterk og þeir náðu þriggja marka forystu, 5-8, um miðjan hálfleikinn eftir mark Stefáns Baldvins Stefánssonar úr hraðaupphlaupi. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari HK, leikhlé sem hafði góð áhrif á hans menn, þá sérstaklega Garðar Svansson sem skoraði þrjú mörk í röð, þar af tvö úr hraðaupphlaupum og HK-ingar voru allt í einu komnir yfir, 9-8.Guðlaugur Arnarson tók þá leikhlé og við það hresstust Framarar. Þeir fóru að finna betri færi í sókninni og komust fjórum mörkum yfir, 10-14, undir lok fyrri hálfleiks. HK náði þó að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan var 12-14, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leikmenn Fram komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks; vörnin var sterk og hægt og bítandi náðu þeir góðu forskoti. HK-ingar voru aldrei langt undan - munurinn í seinni hálfleik var jafnan fjögur til fimm mörk - en sigur Fram var aldrei í mikilli hættu. Framarar spiluðu sterka vörn að vanda og fengu framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni. Garðar var sterkur á línunni og nýtti vítin sín vel, Stefán Baldvin og Sveinn Þorgeirsson voru drjúgir, jafnt í vörn sem sókn, og þá er vert að nefna framlag Sigurðar Arnar Þorsteinssonar. Hann kom inn á í seinni hálfleik, var áræðinn og skoraði fimm góð mörk. Líkt og Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum, þá voru Kópavogspiltar sjálfum sér verstir í þessum leik. Liðið tapaði boltanum of oft og það var lítill kraftur í uppstilltum sóknarleik þess. Vörnin stóð á köflum vel, en ég hef ekki tölu á því hversu oft hún opnaðist á ögurstundu þegar sóknir Framara virtust komnar í öngstræti.Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur heimamanna í leiknum með sjö mörk. Hann gerði sín mistök líkt og liðsfélagar hans, en honum til hróss þá hætti hann aldrei að reyna. Þá áttu markverðir liðsins góðan dag þrátt fyrir tapið. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram er nú þremur stigum á undan FH, sem tapaði fyrr í kvöld fyrir Akureyri, og vinni Safamýrarpiltar annan af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir eru þeir öryggir inn í úrslitakeppnina. HK situr eftir sem áður á botni deildarinnar með sín þrjú stig.Garðar Sigurjónsson: Spilamennskan var bara fín Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, var að vonum sáttur eftir sigur hans manna á HK í kvöld. "Spilamennskan var bara fín í dag. Þetta var samt erfitt, því HK voru alveg góðir. Þetta var ekkert sérstaklega fallegur handbolti. HK voru að berjast og við áttum í vandræðum með að slíta þá frá okkur, en við náðum því í seinni hálfleik eftir um tíu mínútur. Eftir það litum við ekki um öxl." Sigurður Örn Þorsteinsson átti góða innkomu í lið Fram í seinni hálfleik og Garðar var ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns. "Hann var flottur, rosa flottur. Ég var ánægður með hann. Hann keyrði bara í gegn, þrumaði á markið og skoraði. Framarar hefðu ekki getað óskað sér betri úrslita í kvöld, en bæði FH og ÍR, keppinautar þeirra um sæti í úrslitakeppninni, töpuðu bæði. "Já, það var rosa gott fyrir okkur. Næsti leikur hjá okkur er við ÍR og það verður úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Nú fáum við fínt helgarfrí, svo eru tvær vikur í næsta leik og við verðum að æfa eins og vitleysingar fram að honum."Vilhelm Gauti Bergsveinsson: Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða "Mér finnst við, satt best að segja, vera sjálfum okkur verstir í leiknum," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson fyrirliði HK eftir tap hans manna fyrir Fram í kvöld. "Við erum að taka ákvarðanir inn á milli sem eru algjör katastrófa, en svo koma inn á milli flottir kaflar eins og í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir. Við vorum samt alltof sveiflukenndir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana." Vörn HK hélt vel á köflum, en síðan gerði einbeitingarleysi jafnan vart við sig. "Mér fannst við alltaf halda fyrstu 30-40 sekúndurnar mjög vel, en þá koma einhverjar smá hreyfingar hjá þeim, milli bakvarðar og hornamanns, einhverjar línusendingar eða eitthvað þar sem menn bara sofna. Það var ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik, við vorum bara ekki nógu einbeittir." HK bíður nú þess sem verða vill, en eins og fram hefur komið á síðustu vikum er möguleiki á að liðið spili áfram í efstu deild að ári, þrátt fyrir að enda tímabilið í botnsætinu. "Það er bara ekkert í okkar höndum," sagði Vilhelm um framhaldið. "Það er ekkert það þægilegasta að vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera á næsta ári, bara upp á leikmanna- og þjálfaramál og annað - hvar félagið stendur. Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða."
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira