Innlent

Bubbi hefur ekkert um málið að segja

Á sunnudag býður Stöð 2 þjóðinni á risaviðburð þar sem leitin að næstu stjörnu Íslands tekur á sig nýja mynd.

Þá fer fyrsti undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent og verður þátturinn í beinni útsendingu og opinni dagskrá. 

Keppnin fer fram fyrir fullu húsi í Austurbæ og er nú þegar uppselt á hana.

„Þið heima ráðið. Hringið og komið ykkar fólki að. Við höfum ekkert um þetta að segja. Nema að fara í fýlu ef þið veljið einhvern sem við viljum ekki sjá,“ sagði Bubbi Morthens, einn dómaranna, þegar Ísland í dag hitti á hann fyrr í dag.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld verður tekið forskot á sæluna og farið yfir það helsta úr þáttunum í vetur. Ísland í dag hefst klukkan 18.55.

Fyrsti undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent verður síðan í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag klukkan 19.45.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×