Fótbolti

Ögraði nauti í Batman-búningi | Myndband

Illaramendi ásamt Isco.
Illaramendi ásamt Isco. vísir/getty
Miðjumaður Real Madrid, Asier Illaramendi, hefur þurft að biðjast afsökunar á mjög undarlegu háttalagi sínu á dögunum. Þá stökk fyrir framan naut í Batman-búningi.

Illaramendi var að taka þátt í hátíðarhöldum í heimaslóðum. Voru þar allir í búningum. Miðjumaðurinn missti sig aðeins í gleðinni er hann ákvað að ögra nautinu rétt eins og aðrir voru að gera þar.

Hann hélt þó nokkuð góðri fjarlægð og var aldrei í mikilli hættu. Engu að síður frétti félagið af þessu og því varð leikmaðurinn að biðjast afsökunar.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var spurður út í þessa sérkennilega uppákomu.

"Það er regla hjá félaginu að leikmenn forðist hættulega hluti. Fara ekki á skíði eða annað í þeim dúr. Ég er ekki viss um það sé talað um nautaat í þessum reglum," sagði Ancelotti sposkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×