Innlent

Stóru málin: Á að stytta stúdentsprófið?

Illugi og Ingibjörg eru gestir Lóu Pind í Stóru málunum í kvöld.
Illugi og Ingibjörg eru gestir Lóu Pind í Stóru málunum í kvöld. Vísir/Valli
Ungmenni á Íslandi eru að jafnaði 1-2 árum lengur að búa sig undir háskólanám en í nágrannalöndum okkar og menntamálaráðherra hefur komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að leiðin til að hækka laun framhaldsskólakennara umfram aðrar stéttir sé að stytta stúdentsprófið.

En er það skynsamlegt? Stóru málin rýna í þá spurningu í kvöld, óháð samningaviðræðum kennara og ríkisins.

Lóa Pind Aldísardóttir fór út og hitti alls konar skólafólk, ungt og eldra, og ræðir svo í sjónvarpssal við Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, skólameistara í Kvennó sem er búin að innleiða þriggja ára stúdentspróf.

Stytting náms til stúdentsprófs í Stóru málunum kl. 19:20, strax á eftir Íslandi í dag á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×