Erlent

Slökkt handvirkt á samskiptabúnaði vélarinnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Leitarflokkar einblína nú á Indlandshaf.
Leitarflokkar einblína nú á Indlandshaf. VISIR/AFP
Nýjustu fregnir herma að hvarf flugvélar Malaysia Airlines 370 megi rekja til meðvitaðra ákvarðana flugmanna vélarinnar.

Þetta kemur fram í frétt ABC af málinu.

Talið er að slokknað hafi á samskiptabúnaði vélar Malaysa Airlines með 14 mínútna millibili.

Samskiptabúnaður vélarinnar var tvískiptur, annar hluti búnaðarins sá um að tilgreina ástand vélarinnar en á honum slokkaði klukkan 1:07. Hinn hlutinn, sá er tilgreindi hæð flugsins og staðsetningu hætti að senda boð klukkan 1:21, heilum fjórtán mínútum síðar.

Er þetta talið til marks um að vélin hafi ekki lækkað flug sitt vegna bilunar heldur bendi þetta tvíþætta samskiptarof til þess að slökkt hafi verið á búnaðinum handvirkt.



Bandarísk rannsóknarnefnd segist fullviss um að hvarf vélarinnar hafi verið meðvituð ákvörðun annars, ef ekki beggja flugmanna flugs 370.

Leitin að vélinni beinist nú í átt að Indlandshafi. Í vélinni er búnaður sem sendir frá sér boð með klukkustundar millibili sem þó er ekki hægt að rekja með fullkominni nákvæmni.

Frekari fregnir af afdrifum vélar Malasiya Airlines má nálgast hér að neðan.


Tengdar fréttir

Farþegaþota hvarf af radar

Vélin er á vegum Malaysian Airlines en í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vélin hafi horfið af radar á sjöunda tímanum í gær, nokkrum klukkustundum eftir flugtak.

Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina

Kínverjar krefjast þess að malasísk yfirvöld leggi meiri kraft í leitina að Boeing 777-farþegavélinni sem hvarf á laugardaginn. Um borð voru 239 manneskjur.

Farþegaflugvélin breytti um stefnu

Týnda Boeing-farþegaflugvélin í Malasíu breytti um stefnu. Samkvæmt ratsjá var hún komin hundruð kílómetra frá því svæði sem síðast var vitað um ferðir hennar. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir þessari dularfullu stefnubreytingu vélarinnar.

Ekki um brak úr vélinni að ræða

Kínverskar gervihnattamyndir sem birtar voru í gær af því sem talið var vera brak úr malasísku flugvélinni sem hvarf á laugardag voru birtar fyrir mistök.

"Allt í lagi, góða nótt"

Síðustu samskiptin á milli flugmanna malasísku farþegaflugvélarinnar sem hvarf á laugardag og flugumferðarstjórnar voru á þá leið að allt væri í himnalagi.

Áhættuleikari í horfinni flugvél

Áhættuleikari sem hafði leikið í slagsmálamyndum á borð við The Grandmaster var á meðal farþega í flugvél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×