Fótbolti

Aron ritar nafn sitt í sögubækur bandarískrar knattspyrnu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Jóhannsson er markavél úr Grafarvogi sem spilar með Bandaríkjunum.
Aron Jóhannsson er markavél úr Grafarvogi sem spilar með Bandaríkjunum. Vísir/Getty
Íslendingurinn Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna í knattspyrnu, skoraði eina mark leiksins í gær úr vítaspyrnu þegar lið hans AZ Alkmaar vann Aznhi Makhachkala, 1-0, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evróudeildarinnar.

Þetta var 25. mark Arons í öllum keppnum á tímabilinu en hann hefur skorað 16 í hollensku úrvalsdeildinni, sex í hollenska bikarnum, eitt í Stórbikarnum í Hollandi og nú tvö í Evrópudeildinni.

Aron er aðeins annar Bandaríkjamaðurinn, eða landsliðsmaður Bandaríkjanna, sem skorar 25 mörk eða meira á einu tímabili í Evrópu.

Jozy Altidore, samherji Arons á síðustu leiktíð, var sá eini sem hafði afrekað slíkt en hann skoraði 31 mark í öllum keppnum fyrir AZ Alkmaar á síðustu leiktíð.

Altidore er í miklu uppáhaldi hjá Bandaríkjamönnum og er búist við að hann verði fremsti maður hjá landsliðinu á HM í sumar. Honum hefur aftur á móti ekkert gengið hjá Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á meðan Aron raðar inn mörkum í Hollandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×