Körfubolti

Stjörnumenn unnu á Ísafirði og verða alltaf ofar en áttunda sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Kár Jónsson.
Dagur Kár Jónsson. Vísir/Daníel
Stjarnan vann öruggan 37 stiga sigur á KFÍ, 107-70, á Ísafirði í kvöld í síðasta leik 21. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta.

Stjörnumenn tryggðu sér að minnsta kosti sjöunda sætið í deildinni með þessum sigri en liðið mætir þá Keflavík í átta liða úrslitunum sem hefjast í lok næstu viku. Stjarnan á hinsvegar enn möguleika á að hækka sig enn frekar verði úrslitin þeim hagstæð í lokaumferðinni.

Um leið varð það ljóst að deildarmeistarar KR mæta Snæfelli í átta liða úrslitunum en þau eru örugg með 1. og 8. sætið í deildinni.

KFÍ var fallið fyrir leikinn og hafði því að engu að keppa. Stjörnumenn höfðu leikinn í hendi sér frá fyrsta leikhluta og unnu öruggan sigur. Stjarnan var 30-17 yfir eftir fyrsta leikhluta og með 24 stiga forskot í hálfleik, 54-30.

Dagur Kár Jónsson átti mjög góðan leik með Stjörnunni en hann skoraði 25 stig og var stigahæstur í Garðabæjarliðinu.



KFÍ-Stjarnan 70-107 (17-30, 13-24, 23-20, 17-33)

KFÍ: Joshua Brown 25, Mirko Stefán Virijevic 16/8 fráköst, Ágúst Angantýsson 9/4 fráköst, Valur Sigurðsson 9/4 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 6, Óskar Kristjánsson 3, Jóhann Jakob Friðriksson 2/6 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 0/4 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 0, Jón Kristinn Sævarsson 0, Ingvar Bjarni Viktorsson 0.

Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 25, Matthew James Hairston 22/10 fráköst, Justin Shouse 18/8 stoðsendingar, Jón Sverrisson 17/7 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 9, Marvin Valdimarsson 6, Fannar Freyr Helgason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 3/5 stolnir, Sigurður Dagur Sturluson 2/5 fráköst.


Tengdar fréttir

Skallagrímsmenn unnu Hauka og sendu KFÍ niður - Smith með 52 stig

Skallagrímsmenn gulltryggðu sæti sitt í Dominos-deild karla í körfubolta á næsta tímabili þegar þeir unnu níu stiga sigur á Haukum eftir framlengdan leik í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 99-90. KFÍ á leik inn á morgun en eiga ekki lengur möguleika á því að koma sér upp úr fallsætinu.

Finnur tók metið af Sigga Ingimundar

Enginn þjálfari hefur byrjað betur á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta en þjálfari deildarmeistara KR, Finnur Freyr Stefánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×