Erlent

Ástralar sjá um leit á hluta svæðisins

Yfirvöld í Ástralíu hafa lýst því yfir að þau muni hafa yfirumsjón með leitinni  á svokölluðu Suður-svæði að Malasísku Boeing þotunni sem hvarf fyrir rúmri viku. Leitarsvæðinu hefur nú verið skipt í tvennt eftir að ljóst varð að vélinni var flogið áfram í langan tíma eftir að merki hættu að berast frá henni.

Ekki er vitað í hvaða átt vélin flaug og því er nú leitað á tveimur svæðum, í norður- og suðurátt frá þeim stað sem merkin hættu að berast.

Fleiri en tuttugu ríki hafa verið beðin um að taka þátt í leitinni og kanna upplýsingar úr gervitunglum sem gætu leitt menn á spor vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×