Fingraför upphafs alheimsins fundin Bjarki Ármannsson skrifar 17. mars 2014 18:33 Uppgötvunin staðfestir margt sem við þóttumst vita um heiminn okkar. Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira