Innlent

Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 

Þrátt fyrir verkfall framhaldsskólakennara eru flestir skólarnir opnir á skólatíma. Nemendur geta því nýtt sér aðstöðuna til að halda sínu striki, enda ekki nema rúmlega mánuður í próf.

Skólarnir eru síður en svo tómir, en húsverðir, ræstingafólk og starfsmenn skrifstofu og bókasafna mæta eins og venjulega í vinnuna. Þá eru ekki allir kennarar í Kennarasambandi Íslands, en þeir kenna sína tíma með óbreyttu sniði í verkfallinu.

Þrátt fyrir þetta eru einhverjir nemendur nú þegar hættir í skólanum og byrjaðir að vinna.

„Verkfallið kemur auðvitað mest niður á þeim nemendum sem ætla sér að útskrifast í vor og þá sérstaklega ef þeir stefna á nám erlendis. Umsóknarfresturinn er runninn út í flestum skólum og margir sem þurfa að senda inn einkunnir á næstunni,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir, forseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×