Forsetinn setti ofan í við norskan ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 14:48 Vísir/Valgarður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans. Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans.
Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira