Fótbolti

Hér ætla ég að vera í langan tíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
David Moyes, stjóri Manchester United, segir að hann finni fyrir stuðningi yfirmanna sinna hjá félaginu.

United komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 3-2 samanlögðum sigri á gríska liðinu Olympiakos.

Moyes var sagður undir mikilli pressu í kvöld og að starfið hans væri jafnvel í húfi. En því neitaði hann í samtali við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.

„Ég finn ekki fyrir neinni pressu innan félagsins. Þetta kemur frá ykkur í fjölmiðlunum. Það að er verk að vinna hjá okkur en það er líklega stærra en ég taldi þegar ég kom fyrst til félagsins.“

„Margir telja eflaust að þessi leikur hafi verið vendipunkturinn á ferlinum en þannig leit ég ekki á það því félagið gerði það ekki heldur. Ég sé fyrir mér að ég verði hérna í langan tíma.“

„Við vitum að það er mikil vinna fram undan en þetta voru frábær úrslit. Við vildum vera með í keppninni og hlökkum til þess þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.“


Tengdar fréttir

Moyes: Giggs er frík

Hinn fertugi Ryan Giggs átti stórleik í 3-0 sigri Manchester United á Olympiakos í kvöld.

Meiðsli Van Persie ekki alvarleg

David Moyes, stjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Olympiakos í kvöld að Hollendingurinn Robin van Persie væri ekki alvarlega meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×