Fótbolti

Del Bosque: Enginn á öruggt sæti

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Vicente Del Bosque segist þurfa að gera breytingar á spænska landsliðinu í fótbolta til að hleypa að ungum leikmönnum. Hann ber þó mikla virðingu fyrir þeim leikmönnum sem hjálpuðu liðinu að verða best lið í heimi.

Del Bosque segir frammistöðu leikmanna í gegnum tíðina ekki duga til að tryggja sér sæti í lokahópi spænska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu næsta sumar.

Spánn mætir Ítalíu í vináttulandsleik á miðvikudaginn og þar verður liðið án leikmanna á borð við Fernando Torres, David Villa, Juan Mata og Fernando Llorente.

„Hinn ótrúlegi árgangur leikmanna sem hjálpaði liðinu að verða meistari á öruggan stað í hjarta mér,“ sagði Del Bosque.

„En ég þarf að vera með opin huga og taka inn leikmenn sem hjálpa liðinu. Ég væri lélegur landsliðsþjálfari ef ég gerði það ekki.“

Framherjarnir Alvaro Negredo og Diego Costa fá tækifæri til að sýna sig gegn Ítalíu en báðir hafa þeir leikið mjög vel á leiktíðinni, Negredo hjá Manchester City og Costa hjá Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×