Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:15 Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00
Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21
Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20