Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:15 Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Aníta hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, hún er búin að margbæta Íslandsmetið og var á síðasta ári kosin vonastjarnan í evrópskum frjálsum íþróttum. Um næstu helgi mætir Aníta fremstu hlaupakonum heims á HM innanhúss en á dögunum varð hún í 4. sæti á Millrose-frjálsíþróttamótinu í New York. Gaupi spurði þjálfara hennar Gunnar Pál Jóakimssona um hvers væri að vænta á heimsmeistaramótinu. „Ég er að vona að hún taki eitt skref í einu eins og hún hefur alltaf gert. Í fyrra fór hún á Evrópumeistaramótið innanhúss og tók þátt í demantamóti fullorðinna. Í ár er markmiðið að gera vel á heimsmeistaramóti unglinga en HM innanhúss í Póllandi er hún að taka eitt skref í viðbót," sagði Gunnar Páll. „Það eru bara tuttugu í heiminum sem ná lágmarki en það verða eitthvað fleiri með því lönd mega senda keppendur í eina grein ef enginn nær lágmarki frá þeirra landi. Aníta er ein af tuttugu bestu í heiminum, eigum við ekki að segja að stefnan sé á 10. til 15. sæti og að hún komist aðeins ofar en hún er stödd á heimslistanum," sagði Gunnar Páll. Æfingarnar fyrir heimsmeistaramótið hafa gengið vel en Gunnar segir að Aníta eigi mikið inni. „Ég veit að hana langar í met. Mig langar að sjá framfarir hjá henni í hvernig hún glímir við þær bestu og að hún ráði betur við hraðabreytingar í seinni hluta hlaupsins. Ég vil sjá hana vera mjög sterka síðustu 200 metrana í hlaupi þar sem hún er að keppa við sterkari hlaupara," sagði Gunnar Páll. „Það gerði hún um daginn á Millrose-leikunum í New York. Hún var ekki sátt við tímann þar en ég var að benda henni á það að hún hljóp þar sekúndu hraðar en á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Það er að koma styrkur í hana og ég vil sjá hana færast nær og nær þessum bestu," sagði Gunnar Páll að lokum en það má sjá allt innslagið með því að smella hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00 Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Aníta keppir í New York í dag ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan. 15. febrúar 2014 08:00
Aníta í góðum hópi í New York Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. 16. febrúar 2014 15:58
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21
Aníta og Kristinn Þór fara á HM Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði. 28. febrúar 2014 15:20