Sport

Wilson íhugar að spila líka hafnabolta

Wilson á vellinum með Rangers í gær.
Wilson á vellinum með Rangers í gær. vísir/getty
Leikstjórnandi NFL-meistara Seattle Seahawks, Russell Wilson, er einstakur hæfileikamaður. Hann er ekki bara frábær í amerískum fótbolta heldur einnig mjög öflugur í hafnabolta.

Hann hefur tvisvar verið valinn í vali hjá MLB-deildinni. Fyrst árið 2007 og svo aftur árið 2010. Nú hefur Texas Rangers reynt að freista hans og Wilson æfir með liðinu þessa dagana. Hann spilaði æfingaleik með liðinu í gær.

"Það má aldrei útiloka neitt. Mig hefur alltaf dreymt um að spila tvær íþróttir. Ef það gengur upp þá væri það draumur," sagði Wilson en hann bætir við að lið Seahawks gangi fyrir.

Wilson sló í gegn á æfingu hjá Rangers í gær og kom mönnum þar á óvart enda ekki æft íþróttina í talsverðan tíma. Framkvæmdastjóri Rangers segir að hann gæti vel gert það gott í hafnaboltanum.

Það eru nokkur fordæmi fyrir því að menn spili bæði í NFL og MLB-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×