Körfubolti

Magnús í eins leiks bann og Keflavík sektað

Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson. vísir/pjetur
Aganefnd KKÍ hefur dæmt Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson í eins leiks bann fyrir að gefa KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni olnbogaskot í leik liðanna á dögunum.

Magnús baðst síðar afsökunar á atvikinu og sagðist myndu sætta sig við þá refsingu sem hann fengi fyrir olnbogaskotið.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur var þess utan sektuð um 25 þúsund krónur vegna hegðunar áhorfenda liðsins í kvennaleik Keflavíkur og Hauka.

"Umræddur áhorfandi sýndi dómurum virkilega óvirðingu, m.a. með fúkyrðaflaumi og hótunum. Af gefnu tilefni vill stjórn KKDK biðla til stuðningsmanna félagsins að sýna dómurum virðingu, bæði félaginu og þeim sjálfum til heilla enda hefur það ekki enn gerst í sögu íþrótta að fúkyrðaflaumur, persónuníð eða hótanir í garð dómara breyti dómum né geri liði þess sem þannig lætur gagn," segir í frétt á heimasíðu Keflavíkur.


Tengdar fréttir

Dómaranefnd kærir Magnús Þór

Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að senda inn kæru til aganefndar sambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Keflavíkur á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×