Körfubolti

Valskonur inn í úrslitakeppnina með stæl - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Valur varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 34 stiga sigur á Hamar í uppgjöri liðanna tveggja sem áttu möguleika á því að fylgja Snæfelli, Haukum og Keflavík inn í úrslitakeppnina.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Vodafone-höllinni í kvöld og náði skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Valur er með fjögurra stiga forskot á Hamar þegar aðeins ein umferð er eftir en Hamarsstúlkur hefðu farið upp fyrir Val með sigri í kvöld.

Valskonur mæta deildarmeisturum Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar en í hinum leiknum mætast síðan lið Hauka og Keflavíkur.

Guðbjörg Sverrisdóttir var með 7 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.Vísir/Daníel
Anna Alys Martin skoraði 38 stig fyrir Val.Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Kristrún Sigurjónsdóttir lék með sérstök gleraugu í kvöld.Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Marín Laufey Davíðsdóttir var 18 stig og 10 fráköst fyrir Hamar.Vísir/Daníel
Chelsie Alexa Schweers (13 stig) skoraði undir 20 stig í fyrsta sinn á tímabilinu.Vísir/Daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×