Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 29-24 | Eyjamenn stungu af í seinni Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. mars 2014 13:28 Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur, 29-24, á Fram í Vestmannaeyjum í 16. umferð Olís-deildar karla. Eyjamenn styrktu stöðu sína í öðru sætinu með sigrinum en Framarar hafa ekki unnið útileik síðan 3. október. Leikurinn hófst með miklum látum og þá aðallega frá stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu riddurunum, sem létu vel í sér heyra á pöllunum. Hvorugu liðinu tókst að komast meira en tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Eyjamenn þrjár tveggja mínútna brottvísanir og léku Framarar því þremur fleiri í tæpar þrjár mínútur.Arnar Freyr Ársælsson, markahæsti leikmaður Fram í leiknum, skoraði á þeim kafla þrjú mörk. Staðan í hálfleik var 13-14 en Kolbeinn Aron hafði varið níu skot í marki Eyjamanna gegn fimm vörðum skotum markvarða Fram. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi vel fyrir Eyjamenn sem áttu ekki í neinum erfiðleikum með að komast framhjá vörn gestanna. Þegar að Svavar Már Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði víti Theodórs Sigurbjörnssonar ákváðu heimamenn að skipta í næsta gír og skoruðu því næstu fjögur mörk. Þá þurftu Framarar að fara að taka áhættu og fóru að spila aðeins framar á vellinum. Eyjamenn nýttu sér það heldur betur og kláruðu leikinn á flottum sóknarleik í bland við sterkan varnarleik. Munurinn varð mestur sjö mörk þegar að lítið var eftir af leiknum en þá hafði allt gengið á afturfótunum hjá gestunum. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri Eyjamanna, 29-24, sem styrkja því stöðu sína við topp deildarinnar. Framarar sita sem fastast í fjórða sæti deildarinnar en liðunum fyrir neðan þá tókst ekki að sigra sína leiki.Gunnar: Þetta var sextíu mínútna stríð „Ég er sáttur við strákana, það var karakter í þeim í seinni hálfleik sem var frábær varnarlega og sóknarlega. Að skora 29 mörk á Fram er frábært,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara Eyjamanna eftir sigurinn á Frömurum. „Framarar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við stóðumst álagið og vissum að þetta yrði sextíu mínútna stríð, Kolbeinn var frábær í markinu og allir skiluðu sínu,“ sagði Gunnar sem var gríðarlega sáttur við sína menn sem spiluðu vel í dag. „Þetta eru allt erfiðir leikir og næsti leikur er alltaf eins og úrslitaleikur, FH-ingar eru að berjast fyrir lífi sínu og við verðum klárir í erfiðan leik,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sækja FH-inga heim eftir slétta viku.Guðlaugur: Þorðum ekki að mæta í slaginn „Þetta er mjög svekkjandi tap, við erum að spila fínan fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik förum við að spila sem einstaklingar og gerum alltof mikið af mistökum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Framara eftir svekkjandi tap úti í Eyjum. „Bæði varnarlega og sóknarlega eru það mistökin sem verða okkur að falli. Einnig þorum við ekki að mæta í slaginn við þá í seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur en sjá mátti á honum að hann var ósáttur með sína menn. Framarar fá Akureyringa heim en Guðlaugur segist vera tilbúinn í hörkuleik en Framarar skelltu Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli í síðustu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira