Körfubolti

Snæfell burstaði KFÍ | Valur steinlá á heimavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigurður Þorvaldsson og félagar í Snæfelli unnu stórsigur.
Sigurður Þorvaldsson og félagar í Snæfelli unnu stórsigur. Vísir/Daníel
Snæfell gjörsigraði KFÍ, 106-76, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og styrkti um leið stöðu sína í baráttunni um úrvalsdeildarsæti.

Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með en aðeins munaði einu stigi á liðunum eftir fyrsta leikhluta í Hólminum í kvöld, 20-19. Eftir það tóku heimamenn öll völd á vellinum og unnu að lokum 30 stiga sigur.

Travis Cohn yngri var atkvæðamestur Snæfells með 30 stig auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 8 stoðsendingar en Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, sallaði niður 18 stigum og tók 9 fráköst. Nonni nálægt tvennu.

Joshua Brown verður ekki kennt um tapið í kvöld en hann skoraði 42 stig, átta stigum meira en restin af KFÍ-liðinu til samans. Til viðbótar við það tók hann níu fráköst en það var langt frá því að vera nóg í kvöld.

Snæfell er í áttunda sæti deildarinnar með sextán stig, tveimur stigum minna en Stjarnan sem vann öruggan sigur á Val í kvöld, 117-82, í Vodafone-höllinni. Dagur Kár Jónsson var stigahæstur Stjörnumanna með 23 stig en Chris Woods skoraði 38 stig og tók 18 fráköst fyrir Val.

Valsliðið var fallið úr deildinni fyrir leikinn en það er aðeins búið að vinna einn leik af 20 í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×