Fótbolti

Dýrkeypt mistök Soldado

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Etienne Capoue í baráttunni við leikmann Dnipro í kvöld.
Etienne Capoue í baráttunni við leikmann Dnipro í kvöld. Vísir/AFP
Tottenham tapaði fyrir úkraínska liðinu Dnipro í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Yevhen Konoplyanka, sem var sterklega orðaður við Liverpool og Tottenham í síðasta mánuði, skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Hún var dæmd eftir að Jan Vertonghen braut á Matheus í teignum.

Roberto Soldado, sóknarmaður Tottenham, fór þó illa að ráði sínu þegar hann skaut yfir af stuttu færi en staðan var þá enn markalaus.

Heimamenn fengu líka sín færi. Guiliano komst nálægt því að skora en Brad Friedel varði vel frá honum.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Tottenham vegna meiðsla en síðari leikur liðanna fer fram á White Hart Lane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×