Fótbolti

Kolbeinn og félagar niðurlægðir á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Soriano fagnar ótrúlegu marki sínu í kvöld.
Soriano fagnar ótrúlegu marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Ajax frá Amsterdam er nánast úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 3-0 tap fyrir austurríska liðinu Red Bull Salzburg á heimavelli í kvöld.

Austurríkismennirnir gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Jonathan Soriano kom þeim yfir með marki úr vítaspyrnu á fjórtándu mínútu og sjö mínútum síðar kom Sadio Mane Red Bull tveimur mörkum yfir.

Niðurlægingin var svo fullkomnuð á 35. mínútu er Soriano skoraði öðru sinni í leiknum, í þetta sinn frá miðlínu vallarins - yfir Jasper Cillessen, markvörð Ajax.

Red Bull fer því í seinni leikinn með þrjú útivallarmörk í farteskinu og ljóst að farseðillinn í 16-liða úrslitin er nánast tryggður.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax en var tekinn af velli á 59. mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×