Lífið

Dásama íslenska sumarið

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Náttúrufegurðin heillaði tökulið og leikara.
Náttúrufegurðin heillaði tökulið og leikara.
Íslenska sumarið kom leikurum og leikstjórum Game of Thrones virkilega á óvart. Þeir dásama íslenska náttúru í nýútkomnu myndbandi.

 „Þegar maður kemur hingað um sumar sér maður hversu ótrúlega grænt og fallegt landið er,“ segir Alex Graves, leikstjóri í myndbandinu. Leikarar þáttanna taka í sama streng:

„Ég naut veðursins, fyrir utan það hversu þykkur búningurinn minn er, ég er að stikna,“ segir Rory McCann sem leikur persónuna The Hound.

Í athugasemdakerfinu við myndbandið, á vefsíðunni Youtube, lýsa margir aðdáendur þáttanna yfir undrun sinni á fegurð landsins. Þeir eru einnig að velta því fyrir sér hvað það þýði fyrir þættina að tekið hafi verið upp að sumri til.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.