Erlent

Kosningum flýtt í Úkraínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Átök urðu á úkraínska þinginu í aðdraganda yfirlýsingarinnar
Átök urðu á úkraínska þinginu í aðdraganda yfirlýsingarinnar VISIR/AFP
Forseti Úkraínu, Viktor Janúkovítsj, hefur samþykkt að boða til kosninga í Úkraínu í kjölfar langra funda með stjórnarandstöðu landsins.

Kosningar munu ekki fara fram síðar en í desember í ár.

Þetta kemur fram í frétt BBC.

Í tilboði forsetans er einnig kveðið á um þjóðstjórn og að stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 taki aftur gildi innan 48 klukkustunda.

Janúkovítsj segist einnig vilja ná fram breytingum á stjórnarskrá landsins sem takmarka eigi völd forsetans.

Ákvörðun Janúkovítsj er liður í því að komi á friði í landinu eftir langvarandi óeirðir með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu.

Stjórnarandstaða landsins hefur þó ekki tjáð sig um málið og því er óvíst hvort mótmælendur muni fallast á tilboð forsetans.

Janúkovítsj greindi frá samþykktinni í morgun en fréttir af óeirðum halda áfram að berast frá miðborg Kænugarðs.

Uppfært klukkan 13.30

Fulltrúar mótmælenda í Kænugarði hafa fallist á tilboð forsetans og fara leiðtogar stjórnarandstöðunnar nú á fund hans, að sögn BBC.

Alls eru 77 sagðir hafa týnt lífi í átökunum undanfarna daga, en misvísandi tölur eru þó um mannfallið.vísir/afp

Tengdar fréttir

Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig

Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.

35 sagðir látnir í Kænugarði

Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×