Innlent

Utanríkismálanefnd vill lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ESB

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fundi nefndarinnar er nýlokið og á honum kom þess afstaða hennar fram.
Fundi nefndarinnar er nýlokið og á honum kom þess afstaða hennar fram.
„Utanríkismálanefnd telur ástæðu til þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi við þvingunaraðgerðir nágranna okkar gegn aðilum sem eru taldir bera ábyrgð á ofbeldisverkum og ástandinu í Úkraínu,“ segir Birgir Ármansson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Fundi nefndarinnar er nýlokið og á honum kom þess afstaða hennar fram.

„Um var að ræða upplýsinga- og samráðsfund á milli utanríkismálanefndar og embættismanna utanríkisráðuneytisins. Farið var yfir stöðu mála í Úkraínu.“

Utanríkismálanefnd lýsti þar yfir einróma vilja til þess að taka undir þvingunaraðgerðir sem Evrópusambandið hefur boðað og Norðmenn tóku undir. Jose Manuel Barroso, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði  í yfirlýsingu að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og friði.

„Afstaða utanríkismálanefndar kom skýrt fram á fundinum,“ segir Birgir.


Tengdar fréttir

Mótmælendur yfirgefa ráðhúsið í Kænugarði

Yfirvöld í Úkraínu hafa lofað mótmælendum að fella niður allar ákærur gegn þeim, samþykki það að yfirgefa opinberar byggingar sem þeir hafa haft á valdi sínu.

Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum.

Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig

Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.

Yfirmaður úkraínska hersins rekinn

Uppsögnin kemur í kjölfar gríðarlegra óeirða sem geisað hafa í landinu síðastliðna daga en að minnsta kosti tuttugu og sex hafa fallið í átökunum og þúsundir slasast.

Vopnahlé í Úkraínu

Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu.

35 sagðir látnir í Kænugarði

Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé.

Kosningum flýtt í Úkraínu

Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins.

Köstuðu steinum í lögreglu

Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×