Erlent

Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stjórnarandstæðingurinn Vítalí Klítsjkó tekur í hönd Viktors Janúkovítsj, forseta landsins, eftir undirritun samningsins.
Stjórnarandstæðingurinn Vítalí Klítsjkó tekur í hönd Viktors Janúkovítsj, forseta landsins, eftir undirritun samningsins. vísir/afp
Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót.

Kosningarnar eru hluti samkomulags sem ætlað er að binda enda á átökin sem geisað hafa í landinu undanfarna daga og kostað hafa tugi manna lífið.

Samkomulagið var undirritað í dag af Janúkovítsj forseta og þremur leiðtogum stjórnarandstöðunnar.

Úkraínska þingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða að taka upp stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 og minnka völd forsetans við það. Tekur stjórnarskráin gildi innan tveggja sólarhringa. Þá verður þjóðstjórn skipuð innan tíu daga.

Rannsókn mun fara fram á ofbeldisverkum síðustu daga og verður sú rannsókn unnin í samvinnu við yfirvöld, stjórnarandstöðuna og Evrópuráðið.

Mikið mannfall var í höfuðborginni Kænugarði í gær og fyrradag, og eru hátt í hundrað manns sagðir látnir eftir götubardaga á milli mótmælenda og lögreglumanna. Tölur af mannfalli eru þó á reiki.

Fólk við hreinsunarstörf á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði.vísir/afp
Lík mótmælanda vafið í lak í Kænugarði.vísir/afp
Einskonar fuglahræða á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði.vísir/afp
Prestur heldur um kross í rústum byggingar í miðborg Kænugarðs.vísir/afp

Tengdar fréttir

Klitschko hótar forseta Úkraínu

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Úkraínu hafa sett forseta landsins Viktori Janúkóvits, afarkosti, eftir að viðræður um lausn deilunnar sem valdið hefur ófriðarbáli í höfuðborginni Kænugarði síðustu vikur fóru út um þúfur í gær.

Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum.

35 sagðir látnir í Kænugarði

Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé.

Kosningum flýtt í Úkraínu

Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×