Lífið

„Hann þegir svolítið mikið”

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaun fyrir klippingu ársins fyrir kvikmyndina Málmhaus á Eddunni í kvöld.

Í þakkarræðu sinni talaði hún meðal annars á gamansaman hátt um starf klipparans eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.

Valdís er einn virtasti klippari okkar Íslendinga og hefur unnið Edduna áður fyrir kvikmyndirnar Brim og Hafið. Þá hlaut hún hin virtu, bresku BAFTA-verðlaun árið 2005 fyrir klippingu í kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind með þeim Jim Carrey og Kate Winslet í aðalhlutverkum.

Leikkonurnar Brynhildur Guðjónsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir voru klæddar sem fjallkonur og veittu Valdísi verðlaunin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.