Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga Tómas Þór Þórðarson í DHL-höllinni skrifar 24. febrúar 2014 15:45 Brynjar Þór, hetja KR-inga. Vísir/Pjetur KR er í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla og þar með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina eftir sigur á Keflavík, 90-89, í frábærum körfuboltaleik í DHL-höllinni í kvöld.Brynjar Þór Björnsson var hetja KR-inga en hann setti niður þriggja stiga körfu sem vann leikinn fyrir heimamenn þegar sjö sekúndur voru eftir. Keflavík fékk tvö skot til að vinna leikinn í næstu sókn en hvorugt fór ofan í. KR byrjaði leikinn mun betur og var 16 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 29-13. Það forskot byggði liðið upp á frábærum varnarleik og ótrúlegri þriggja stiga skotnýtingu. Heimamenn skoruðu sjö þriggja stiga körfur í níu skotum í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar voru þó ekkert á þeim buxunum að gefast upp frekar en fyrri daginn. Þeir tóku sig taki í vörninni og hófu að dæla boltanum inn á MichaelCraion (37 stig, 10 fráköst) undir körfunni. Craion var algjörlega frábær í kvöld og réði KR-liðið ekkert við hann. Verulega dró úr þriggja stiga skotnýtingu KR-inga í öðrum leikhluta og voru gestirnir búnir að minnka muninn niður í níu stig fyrir hálfleik, 48-39, og augljóst að Keflvíkingar ætluðu ekki að leggjast undir KR-vagninn. Aftur náðu KR-ingar smá spretti í upphafi þriðja leikhluta og komust í 14 stiga forystu, 68-48. Voru þá margir farnir að spá í hversu stór sigur heimamanna yrði en þeir hinir sömu gerðu þau alvarlegu mistök að vanmeta Keflavíkurliðið. Keflavík tók aftur að saxa á forskot heimamanna með frábærum varnarleik. Í sókninni nýttu þeir Craion vel og hinn 38 ára gamli DarrellLewis (25 stig, 7 fráköst) spilaði eins og unglamb og var drjúgur á lokasprettinum. Allt í einu var Keflavík komið yfir, 87-86, með tveggja stiga körfu frá Craion og liðið var áfram tveimur stigum yfir, 89-87, þegar KR-ingar fóru í lokasóknina. Þar tók Brynjar Þór Björnsson þriggja stiga skot þegar um 15 sekúndur voru eftir, frekar snemmt en hann var galopinn. Það geigaði en PavelErmolinskij hirti eitt af 15 sóknarfráköstum KR-inga í leiknum og fengu heimamenn annað tækifæri. Þeir þökkuðu fyrir það og negldi Brynjar niður þriggja stiga körfu fyrir ævintýralegum sigri. KR fékk að minnsta kosti tvö góð tækifæri til að klára þennan leik löngu áður en Brynjar setti niður þristinn en Keflvíkingar neituðu að gefast upp eins og þeim er von og vísa. Gestirnir geta þó verið afar ósáttir við öll sóknarfráköstin sem KR tók enda ekki í boði að gefa toppliðinu tvö til þrjú tækifæri í hverri sókn. Þó Pavel og Helgi hafi borið af í KR-liðinu í kvöld átti DarriHilmarsson einnig frábæran leik en hann skoraði 14 stig og var öflugur í vörninni. Craion og Lewis báru af í liði Keflavíkur. KR-liðið er nú með örlögin í eigin höndum og þurfa að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni til að tryggja deildarmeistaratitilinn. Að því gefnu að Keflavík vinni rest.KR-Keflavík 90-89 (29-13, 19-26, 25-26, 17-24)KR: Helgi Már Magnússon 21/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/16 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 14/5 fráköst, Martin Hermannsson 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Demond Watt Jr. 10/4 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Jón Orri Kristjánsson 3, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Ólafur Már Ægisson 0.Keflavík: Michael Craion 37/10 fráköst/6 stolnir/5 varin skot, Darrel Keith Lewis 25/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/4 fráköst, Valur Orri Valsson 4/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar Ólafsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Arnar KR-Keflavík 90-89 (29-13, 19-26, 25-26, 17-24)Finnur Freyr: Áttum Brynjar Þór inni "Við byrjuðum leikinn vel og gerðum það sama í byrjun þriðja leikhluta en við glutrum niður góðu forskoti í tvígang sem ég er ósáttur við," sagði FinnurFreyrStefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir leikinn. "Það var samt frábær karakter að vinna þetta. Við áttum Brynjar Þór inni og hann setur þrjá þrista á stuttum tíma. Þar á meðal þessa sigurkörfu sem er nú ein sú stærsta. Þetta var með skemmtilegri leikjum sem maður hefur sér hérna," sagði hann. Hann bar mikið lof á Michael Craion sem fór illa með heimamenn undir körfunni í kvöld. KR-ingum í stúkunni sem og leikmönnum liðsins fannst Craion þó komast upp með heldur mikið. "Craion var bara frábær í dag og við réðum ekkert við hann. Dómararnir stóðu sig frábærlega en auðvitað er alltaf eitthvað sem menn ekki sjá. Það er ekkert annað um Craion að segja en hann var frábær," sagði Finnur Freyr en hvað vantaði upp á þegar Keflavík var að saxa á forskotið? "Varnarleikurinn var ekki nógu góður. Við fengum á okkur of mikið af auðveldum körfum og þegar það gerðist vildum við of oft svara innan fimm sekúndna. Við þurftum að vera rólegri gegn svæðisvörninni," sagði þjálfarinn. Stefnan er að sjálfsögðu tekin á deildarmeistaratitilinn. "Ef við ætlum okkur það verðum við að vinna alla leiki. Næst er erfiður leikur í Þorlákshöfn og hann þurfum við að vinna. Við verðum líka að spila betri vörn," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Brynjar Þór: Þetta er bara tölfræði "Tilfinningin er frábær. Það var geðveikt að setja niður sigurkörfuna. Það gerist ekki betra," sagði hetjan Brynjar Þór Björnsson við Vísi eftir leikinn. Hann var hvergi banginn við að taka annað þriggja stiga skot fyrir sigrinum eftir að brenna af öðru nokkrum sekúndum áður. "Það var ekkert annað í stöðunni en að láta flakka. Maður er 50 prósent þriggja stiga skytta þannig ef maður klúðrar einu skoti og býðst svo annað galopið tekur maður það. Þetta er bara tölfræði. En það var líka frábært hjá Pavel að ná þessu sóknarfrákasti. Við látum ekki bjóða okkur það tvisvar að vinna leikinn," sagði Brynjar Þór. KR er nú efst í deildinni og búið að vinna Keflavík tvívegis. Eru KR-ingar besta liðið á Íslandi í dag? "Við viljum meina það og við ætlum að vera bestir þegar við lyftum bikarnum í vor," sagði Brynjar Þór Björnsson. Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins:LEIK LOKIÐ | 90-89 | KR vinnur og Brynjar Þór Björnsson er hetjan. Hann brennir af þriggja stiga skoti þegar 15 sekúndur eru eftir en fær aðra tilraun þökk sé enn einu sóknarfrákasti KR-inga. Hann nýtir það og Keflvíkingar brenna af tveimur síðustu skotunum sínum. Þvílíkur leikur. KR er nú með tveggja stiga forskot á toppnum.40. mín | 87-89 | Keflavík vinnur boltann og Craion fær víti hinum megin. Hann nýtir bæði og gestirnir með tveggja stiga forystu. 23 sek eftir þannig KR fær síðasta skotið. Finnur tekur leikhlé.39. mín | 87-87 | Pavel setur niður þrist og kemur KR aftur yfir en Craion hittir úr einu vítaskoti. 64 sekúndur eftir.39. mín | 84-86 | Craion með flotta hreyfingu í teignum og enn flottara skot sem hann setur niður og kemur Keflavík yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lewis bætir við einu vítaskoti. 37. mín | 84-83 | Munurinn er aðeins eitt stig. Þvílík spenna! Helgi Már setur mikilvægan þrist og heldur KR í forystu. KR er enn að hirða sóknarfráköst með mikilli baráttu. Endaspretturinn verður rosalegur.35. mín | 81-78 | Darrel Lewis, hinn 38 ára gamli leikmaður Keflavíkur, er kominn með 24 stig og maður tekur varla eftir honum. Algjör iðnaðarmaður. Já, og á meðan ég man, Pavel er kominn með þrennu. Hans fimmta á leiktíðinni. Þristur frá Magga Gunn og munurinn aðeins þrjú stig.33. mín | 79-73 | Annar þristur frá Brynjari en Craion svarar hinum megin. Stemningin að aukast í húsinu. Þetta verður vonandi spennandi allt til loka.31. mín | 76-69 | Lewis skorar fyrstu stig síðasta leikhlutans en Brynjar Þór Björnsson svarar með þriggja stiga körfu fyrir KR.Þriðja leikhluta lokið | 73-65 | Aftur ná KR-ingar smá spretti undir lok leikhlutans. Helgi Már skorar fimm stig í röð og Darri stelur svo boltanum í síðustu sókn Keflvíkinga, brunar upp sjálfur og skorar og fær víti að auki. Þetta var mikilvægt fyrir heimamenn. Magni Hafsteinsson og Darri eru með þrjár villur hjá KR og sama má segja um Guðmund Jónsson og Darrel Lewis hjá Keflavík. Átta stiga forysta KR-inga fyrir síðustu tíu mínúturnar.29. mín |65-62 | Valur Orri skorar með fallegu sniðskoti þrátt fyrir góða vörn KR-inga. Vörn Keflvíkinga er svakalega öflug núna. Heimamönnum finnst verulega halla á sig í dómgæslunni. Þeir eru vægast sagt pirraðir og köllin úr stúkunni orðin fjölmörg og nokkur dónaleg. Craion setur niður tvö vítaskot og munurinn aðeins þrjú stig, takk fyrir.27. mín | 65-55 | Brotið er á Martin í þriggja stiga skoti og hann fær þrjú vítaskot. Hann nýtir aðeins eitt af þeim. Sama gerist hinum megin nema brotið er á Magnúsi Þór Gunnarssyni. Hann skorar úr öllum sínum og í næstu sókn bætir Lewis við tveimur stigum. Brynjar Þór steinliggur eftir árekstur við Magnús Þór.25. mín | 64-48 | KR-ingar taka nú hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og ná þannig fjórtán stiga forskoti. Keflvíkingar geta ekkert verið að gefa heimamönnum tvö til þrjú tækifæri í hverri sókn. Nú ná KR-ingar fjórum sóknarfráköstum í sömu sókninni og þá tekur Andy Johnston leikhlé. Honum er ekki skemmt.23. mín | 58-46 | Liðin skiptast á körfum í upphafi seinni hálfleiks. Keflavík má ekkert við því. Hvað þá að fá þrist í andlitið frá Helga Má Magnússyni. Tólf stiga forysta heimamanna.21. mín | 50-39 | Demond Watt skorar fyrstu stig seinni hálfleiks.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Pavel Ermolinskj er stigahæstur hjá KR með 12 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann stefnir hraðbyri að þrennu í kvöld. Martin Hermannsson er búinn að skora 11 stig. Hjá Keflavík er Craion allt í öllu með 19 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Það dró verulega úr þriggja stiga hittni KR-inga í öðrum leikhluta. Þeir eru núna með 8 þrista í 14 skotum.Hálfleikur | 48-39 | Níu stiga munur í hálfleik eftir að Keflavík minnkaði muninn mest niður í fimm stig, 42-37. Það er allt annað að sjá varnarleik Keflavíkur núna. Svona verða gestirnir að spila ætli þeir sér sigur hér í kvöld.19. mín | 44-37 | Gestirnir minnka muninn mest í fimm stig. Varnarleikur þeirra er ógnarsterkur núna og Craion ræður ríkjum undir körfunni. Demond Watt treður yfir Darrell Lewis og Craion með tilþrifum. Engin smá troða. Hann fær vítaskot að auki en fyrst taka Keflvíkingar leikhlé. Það vægast sagt bilaðist allt í húsinu þegar Helgi tróð þessum ofan í.17. mín | 40-33 | Forysta KR-inga sjö stig þegar rúmar þrjár mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. Craion stelur boltanum af Watt Jr. og gestirnir skora úr hraðaupphlaupi. Craion bætir svo við tveimur stigum í næstu sókn. Áfram finnst heimamönnum hann komast upp með of mikið í teignum. Finnur tekur aftur leikhlé.15. mín | 34-24 | KR-ingar ekki jafnöruggir fyrir utan þriggja stiga línuna núna. Búnir að brenna af fjórum skotum í röð þar. Craion fær að komast upp með ýmislegt undir körfunni og heimamenn eru frekar pirraðir út í dómarana. Sérstaklega Einar Bollason í stúkunni. Craion minnkar muninn í tíu stig og Finnur Freyr, þjálfari KR, tekur leikhlé.13. mín | 34-22 | Aðeins meiri ákveðni í varnarleiknum hjá Keflavík núna og gestirnir vinna betur með Craion í teignum. Hann skorar fjögur stig í röð.11. mín | 31-16 | Darrel skorar góða körfu fyrir Keflavík og fær vítaskot sem hann nýtir. Nú verða Keflvíkingar að fara gera eitthvað í vörninni.Fyrsta leikhluta lokið | 29-13 | KR-ingar með örugga forystu sem þeir byggja á frábærri vörn og ótrúlegri þriggja stiga skotnýtingu. Heimamenn skoruðu sjö þrista í níu skotum í fyrsta leikhluta. Það er auðvitað galið. Þeir eru með betri nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík er með á vítalínunni!9. mín | 24-12 | Pavel skorar sjöttu þriggja stiga körfu KR í sjö skotum. Það rignir þristum hér í fyrsta leikhluta.7. mín | 21-9 | Enn einn þristurinn hjá KR-ingum. Nú er það Helgi Magg. Heimamenn spila svakalega sterka vörn og neyða gestina í erfið skot. Það er ekkert gefið í DHL-höllinni í kvöld. Strax tólf stiga forysta KR-inga.6. mín | 16-5 | Pavel skorar þriggja stiga körfu fyrir KR. Fannar Ólafsson, fyrrverandi miðherji KR og Íslandsmeistari með félaginu, heldur einræðu yfir allt húsið sem hann beinir að dómurum leiksins. Þetta er fyndið í meira lagi. Algjör þögn og bara Fannar að öskra.4. mín | 13-5 | Watt Jr. ver skot Craions undir körfunni með tilþrifum og fær lófatak fyrir. KR ætlar í hraðaupphlaup en Guðmundur Jónsson fiskar ruðning á Pavel í upphlaupinu. Hann er ekki sáttur.3. mín | 11-5 | Darri neglir þristi fyrir KR og hinum megin hittir Gunnar Ólafsson ekki körfuna. Helgi Már bætir við tveimur stigum en Darrel skorar þriggja stiga fyrir Keflavík. Þriðji þristurinn á mínútu kemur svo frá Martin.1. mín | 2-0 | Pavel skorar fyrstu tvö stigin af vítalínunni fyrir KR. Hann keyrði að körfunni og fiskaði villu.1. mín | 0-0 | Stórleikurinn er hafinn hér í vesturbænum. Góða skemmtun.Fyrir leik: Bandaríkjamaðurinn Demond Watt Jr., sem er að spila sinn þriðja leik fyrir KR, er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn ásamt Darra Hilmarssyni. Þeir koma inn fyrir þá Magna Hafsteinsson og Brynjar Þór Björnsson sem byrja á bekknum. Brynjar og Magni voru í byrjunarliðinu í sigurleiknum gegn Njarðvík í síðustu umferð.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik og húsið er pakkfullt. Búið er að stilla upp skemmtilegri VIP-"stúku" í einu horni salsins. Þar má finna höfðingja á borð við Lúlla, liðsstjóra knattspyrnuliðs KR til margra ára, og aðra háttsetta KR-inga. Dómarar leiksins; Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson, eru mættir í sparibuxurnar og hita upp af krafti eins og leikmenn liðanna.Fyrir leik: Helstu leikmenn liðanna eru hjá KR leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij og bakvörðurinn Martin Hermannsson. Hinn ungi og efnilegi Martin er að skora mest fyrir KR-liðið eða 19,5 stig að meðaltali í leik. Pavel tekur flest fráköst (11,1 að meðaltali í leik) og gefur flestar stoðsendingar (6,8 að meðaltali í leik). Hjá Keflavík er Michael Craion, miðherjinn frábæri, oftar en ekki allt í öllu. Hann skorar 21,6 stig að meðaltali í leik og tekur 11,8 fráköst.Fyrir leik: Fólk streymir hér inn í DHL-höllina. Það ríkir mikil spenna fyrir leiknum og stefnir klárlega í fullan kofa. Arnar Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi knattspyrnumaður úr KR og Víkingi, var að setjast niður. Hann virtist spenntur. Ekki þó jafnspenntur og Einar Bollason sem var að mæta. Dómararnir fá klárlega aðhald úr stúkunni í kvöld.Fyrir leik: Sem upphitun fyrir þennan stórleik fékk Fréttablaðið þrjá af þjálfurum deildarinnar til að segja til um hvort liðið hefði vinninginn í hverri stöðu fyrir sig þegar litið er yfir byrjunarliðin. Þar hafði KR vinninginn og eins fannst þeim KR-bekkurinn sterkari. Þessa skemmtilegu grein má lesa hér.Fyrir leik: Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum suður með sjó í sjöundu umferð Dominos-deildarinnar en í síðari hálfleik smellti KR-vörnin í lás og lagði grunninn að góðum sigri vesturbæjarliðsins. Darri Hilmarsson var stigahæstur KR-liðsins í þeim leik með 19 stig. Það eru vissulega merki þess hversu KR-liðið er vel mannað að Pavel Ermolinskij, einn albesti leikmaður deildarinnar, skoraði aðeins tvö stig í þeim leik. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir 22 stig fyrir Keflavík og Craion bætti við 14 fráköstum.Fyrir leik: Keflavík tyllir sér vissulega í efsta sæti deildarinnar með sigri og verður með örlög sín í deildinni í eigin höndum. En til að hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna, komi til þess að þau endi með jafnmörg stig, þurfa Keflvíkingar að vinna með tólf stigum í kvöld. Fyrri viðureign liðanna í TM-höllinni í Keflavík lauk með ellefu stiga sigri KR, 80-71.Fyrir leik: Þennan risaleik má hæglega kalla óopinberan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. Hvort lið hefur aðeins tapað einum leik og afar líklegt að þau endi í efstu tveimur sætum deildarinnar. Eftir þennan leik eru aðeins fjórar umferðir eftir og efsta sætið gæti skipt sköpum þegar uppi er staðið. Það gefur auðvitað heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá stórleik KR og Keflavíkur í Domino's-deild karla.Finnur rökræðir við dómarana.vísir/pjeturvísir/pjetur Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
KR er í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla og þar með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina eftir sigur á Keflavík, 90-89, í frábærum körfuboltaleik í DHL-höllinni í kvöld.Brynjar Þór Björnsson var hetja KR-inga en hann setti niður þriggja stiga körfu sem vann leikinn fyrir heimamenn þegar sjö sekúndur voru eftir. Keflavík fékk tvö skot til að vinna leikinn í næstu sókn en hvorugt fór ofan í. KR byrjaði leikinn mun betur og var 16 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 29-13. Það forskot byggði liðið upp á frábærum varnarleik og ótrúlegri þriggja stiga skotnýtingu. Heimamenn skoruðu sjö þriggja stiga körfur í níu skotum í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar voru þó ekkert á þeim buxunum að gefast upp frekar en fyrri daginn. Þeir tóku sig taki í vörninni og hófu að dæla boltanum inn á MichaelCraion (37 stig, 10 fráköst) undir körfunni. Craion var algjörlega frábær í kvöld og réði KR-liðið ekkert við hann. Verulega dró úr þriggja stiga skotnýtingu KR-inga í öðrum leikhluta og voru gestirnir búnir að minnka muninn niður í níu stig fyrir hálfleik, 48-39, og augljóst að Keflvíkingar ætluðu ekki að leggjast undir KR-vagninn. Aftur náðu KR-ingar smá spretti í upphafi þriðja leikhluta og komust í 14 stiga forystu, 68-48. Voru þá margir farnir að spá í hversu stór sigur heimamanna yrði en þeir hinir sömu gerðu þau alvarlegu mistök að vanmeta Keflavíkurliðið. Keflavík tók aftur að saxa á forskot heimamanna með frábærum varnarleik. Í sókninni nýttu þeir Craion vel og hinn 38 ára gamli DarrellLewis (25 stig, 7 fráköst) spilaði eins og unglamb og var drjúgur á lokasprettinum. Allt í einu var Keflavík komið yfir, 87-86, með tveggja stiga körfu frá Craion og liðið var áfram tveimur stigum yfir, 89-87, þegar KR-ingar fóru í lokasóknina. Þar tók Brynjar Þór Björnsson þriggja stiga skot þegar um 15 sekúndur voru eftir, frekar snemmt en hann var galopinn. Það geigaði en PavelErmolinskij hirti eitt af 15 sóknarfráköstum KR-inga í leiknum og fengu heimamenn annað tækifæri. Þeir þökkuðu fyrir það og negldi Brynjar niður þriggja stiga körfu fyrir ævintýralegum sigri. KR fékk að minnsta kosti tvö góð tækifæri til að klára þennan leik löngu áður en Brynjar setti niður þristinn en Keflvíkingar neituðu að gefast upp eins og þeim er von og vísa. Gestirnir geta þó verið afar ósáttir við öll sóknarfráköstin sem KR tók enda ekki í boði að gefa toppliðinu tvö til þrjú tækifæri í hverri sókn. Þó Pavel og Helgi hafi borið af í KR-liðinu í kvöld átti DarriHilmarsson einnig frábæran leik en hann skoraði 14 stig og var öflugur í vörninni. Craion og Lewis báru af í liði Keflavíkur. KR-liðið er nú með örlögin í eigin höndum og þurfa að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni til að tryggja deildarmeistaratitilinn. Að því gefnu að Keflavík vinni rest.KR-Keflavík 90-89 (29-13, 19-26, 25-26, 17-24)KR: Helgi Már Magnússon 21/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/16 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 14/5 fráköst, Martin Hermannsson 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Demond Watt Jr. 10/4 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Jón Orri Kristjánsson 3, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Ólafur Már Ægisson 0.Keflavík: Michael Craion 37/10 fráköst/6 stolnir/5 varin skot, Darrel Keith Lewis 25/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/4 fráköst, Valur Orri Valsson 4/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar Ólafsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Arnar KR-Keflavík 90-89 (29-13, 19-26, 25-26, 17-24)Finnur Freyr: Áttum Brynjar Þór inni "Við byrjuðum leikinn vel og gerðum það sama í byrjun þriðja leikhluta en við glutrum niður góðu forskoti í tvígang sem ég er ósáttur við," sagði FinnurFreyrStefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir leikinn. "Það var samt frábær karakter að vinna þetta. Við áttum Brynjar Þór inni og hann setur þrjá þrista á stuttum tíma. Þar á meðal þessa sigurkörfu sem er nú ein sú stærsta. Þetta var með skemmtilegri leikjum sem maður hefur sér hérna," sagði hann. Hann bar mikið lof á Michael Craion sem fór illa með heimamenn undir körfunni í kvöld. KR-ingum í stúkunni sem og leikmönnum liðsins fannst Craion þó komast upp með heldur mikið. "Craion var bara frábær í dag og við réðum ekkert við hann. Dómararnir stóðu sig frábærlega en auðvitað er alltaf eitthvað sem menn ekki sjá. Það er ekkert annað um Craion að segja en hann var frábær," sagði Finnur Freyr en hvað vantaði upp á þegar Keflavík var að saxa á forskotið? "Varnarleikurinn var ekki nógu góður. Við fengum á okkur of mikið af auðveldum körfum og þegar það gerðist vildum við of oft svara innan fimm sekúndna. Við þurftum að vera rólegri gegn svæðisvörninni," sagði þjálfarinn. Stefnan er að sjálfsögðu tekin á deildarmeistaratitilinn. "Ef við ætlum okkur það verðum við að vinna alla leiki. Næst er erfiður leikur í Þorlákshöfn og hann þurfum við að vinna. Við verðum líka að spila betri vörn," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Brynjar Þór: Þetta er bara tölfræði "Tilfinningin er frábær. Það var geðveikt að setja niður sigurkörfuna. Það gerist ekki betra," sagði hetjan Brynjar Þór Björnsson við Vísi eftir leikinn. Hann var hvergi banginn við að taka annað þriggja stiga skot fyrir sigrinum eftir að brenna af öðru nokkrum sekúndum áður. "Það var ekkert annað í stöðunni en að láta flakka. Maður er 50 prósent þriggja stiga skytta þannig ef maður klúðrar einu skoti og býðst svo annað galopið tekur maður það. Þetta er bara tölfræði. En það var líka frábært hjá Pavel að ná þessu sóknarfrákasti. Við látum ekki bjóða okkur það tvisvar að vinna leikinn," sagði Brynjar Þór. KR er nú efst í deildinni og búið að vinna Keflavík tvívegis. Eru KR-ingar besta liðið á Íslandi í dag? "Við viljum meina það og við ætlum að vera bestir þegar við lyftum bikarnum í vor," sagði Brynjar Þór Björnsson. Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins:LEIK LOKIÐ | 90-89 | KR vinnur og Brynjar Þór Björnsson er hetjan. Hann brennir af þriggja stiga skoti þegar 15 sekúndur eru eftir en fær aðra tilraun þökk sé enn einu sóknarfrákasti KR-inga. Hann nýtir það og Keflvíkingar brenna af tveimur síðustu skotunum sínum. Þvílíkur leikur. KR er nú með tveggja stiga forskot á toppnum.40. mín | 87-89 | Keflavík vinnur boltann og Craion fær víti hinum megin. Hann nýtir bæði og gestirnir með tveggja stiga forystu. 23 sek eftir þannig KR fær síðasta skotið. Finnur tekur leikhlé.39. mín | 87-87 | Pavel setur niður þrist og kemur KR aftur yfir en Craion hittir úr einu vítaskoti. 64 sekúndur eftir.39. mín | 84-86 | Craion með flotta hreyfingu í teignum og enn flottara skot sem hann setur niður og kemur Keflavík yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lewis bætir við einu vítaskoti. 37. mín | 84-83 | Munurinn er aðeins eitt stig. Þvílík spenna! Helgi Már setur mikilvægan þrist og heldur KR í forystu. KR er enn að hirða sóknarfráköst með mikilli baráttu. Endaspretturinn verður rosalegur.35. mín | 81-78 | Darrel Lewis, hinn 38 ára gamli leikmaður Keflavíkur, er kominn með 24 stig og maður tekur varla eftir honum. Algjör iðnaðarmaður. Já, og á meðan ég man, Pavel er kominn með þrennu. Hans fimmta á leiktíðinni. Þristur frá Magga Gunn og munurinn aðeins þrjú stig.33. mín | 79-73 | Annar þristur frá Brynjari en Craion svarar hinum megin. Stemningin að aukast í húsinu. Þetta verður vonandi spennandi allt til loka.31. mín | 76-69 | Lewis skorar fyrstu stig síðasta leikhlutans en Brynjar Þór Björnsson svarar með þriggja stiga körfu fyrir KR.Þriðja leikhluta lokið | 73-65 | Aftur ná KR-ingar smá spretti undir lok leikhlutans. Helgi Már skorar fimm stig í röð og Darri stelur svo boltanum í síðustu sókn Keflvíkinga, brunar upp sjálfur og skorar og fær víti að auki. Þetta var mikilvægt fyrir heimamenn. Magni Hafsteinsson og Darri eru með þrjár villur hjá KR og sama má segja um Guðmund Jónsson og Darrel Lewis hjá Keflavík. Átta stiga forysta KR-inga fyrir síðustu tíu mínúturnar.29. mín |65-62 | Valur Orri skorar með fallegu sniðskoti þrátt fyrir góða vörn KR-inga. Vörn Keflvíkinga er svakalega öflug núna. Heimamönnum finnst verulega halla á sig í dómgæslunni. Þeir eru vægast sagt pirraðir og köllin úr stúkunni orðin fjölmörg og nokkur dónaleg. Craion setur niður tvö vítaskot og munurinn aðeins þrjú stig, takk fyrir.27. mín | 65-55 | Brotið er á Martin í þriggja stiga skoti og hann fær þrjú vítaskot. Hann nýtir aðeins eitt af þeim. Sama gerist hinum megin nema brotið er á Magnúsi Þór Gunnarssyni. Hann skorar úr öllum sínum og í næstu sókn bætir Lewis við tveimur stigum. Brynjar Þór steinliggur eftir árekstur við Magnús Þór.25. mín | 64-48 | KR-ingar taka nú hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og ná þannig fjórtán stiga forskoti. Keflvíkingar geta ekkert verið að gefa heimamönnum tvö til þrjú tækifæri í hverri sókn. Nú ná KR-ingar fjórum sóknarfráköstum í sömu sókninni og þá tekur Andy Johnston leikhlé. Honum er ekki skemmt.23. mín | 58-46 | Liðin skiptast á körfum í upphafi seinni hálfleiks. Keflavík má ekkert við því. Hvað þá að fá þrist í andlitið frá Helga Má Magnússyni. Tólf stiga forysta heimamanna.21. mín | 50-39 | Demond Watt skorar fyrstu stig seinni hálfleiks.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Pavel Ermolinskj er stigahæstur hjá KR með 12 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann stefnir hraðbyri að þrennu í kvöld. Martin Hermannsson er búinn að skora 11 stig. Hjá Keflavík er Craion allt í öllu með 19 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Það dró verulega úr þriggja stiga hittni KR-inga í öðrum leikhluta. Þeir eru núna með 8 þrista í 14 skotum.Hálfleikur | 48-39 | Níu stiga munur í hálfleik eftir að Keflavík minnkaði muninn mest niður í fimm stig, 42-37. Það er allt annað að sjá varnarleik Keflavíkur núna. Svona verða gestirnir að spila ætli þeir sér sigur hér í kvöld.19. mín | 44-37 | Gestirnir minnka muninn mest í fimm stig. Varnarleikur þeirra er ógnarsterkur núna og Craion ræður ríkjum undir körfunni. Demond Watt treður yfir Darrell Lewis og Craion með tilþrifum. Engin smá troða. Hann fær vítaskot að auki en fyrst taka Keflvíkingar leikhlé. Það vægast sagt bilaðist allt í húsinu þegar Helgi tróð þessum ofan í.17. mín | 40-33 | Forysta KR-inga sjö stig þegar rúmar þrjár mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. Craion stelur boltanum af Watt Jr. og gestirnir skora úr hraðaupphlaupi. Craion bætir svo við tveimur stigum í næstu sókn. Áfram finnst heimamönnum hann komast upp með of mikið í teignum. Finnur tekur aftur leikhlé.15. mín | 34-24 | KR-ingar ekki jafnöruggir fyrir utan þriggja stiga línuna núna. Búnir að brenna af fjórum skotum í röð þar. Craion fær að komast upp með ýmislegt undir körfunni og heimamenn eru frekar pirraðir út í dómarana. Sérstaklega Einar Bollason í stúkunni. Craion minnkar muninn í tíu stig og Finnur Freyr, þjálfari KR, tekur leikhlé.13. mín | 34-22 | Aðeins meiri ákveðni í varnarleiknum hjá Keflavík núna og gestirnir vinna betur með Craion í teignum. Hann skorar fjögur stig í röð.11. mín | 31-16 | Darrel skorar góða körfu fyrir Keflavík og fær vítaskot sem hann nýtir. Nú verða Keflvíkingar að fara gera eitthvað í vörninni.Fyrsta leikhluta lokið | 29-13 | KR-ingar með örugga forystu sem þeir byggja á frábærri vörn og ótrúlegri þriggja stiga skotnýtingu. Heimamenn skoruðu sjö þrista í níu skotum í fyrsta leikhluta. Það er auðvitað galið. Þeir eru með betri nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík er með á vítalínunni!9. mín | 24-12 | Pavel skorar sjöttu þriggja stiga körfu KR í sjö skotum. Það rignir þristum hér í fyrsta leikhluta.7. mín | 21-9 | Enn einn þristurinn hjá KR-ingum. Nú er það Helgi Magg. Heimamenn spila svakalega sterka vörn og neyða gestina í erfið skot. Það er ekkert gefið í DHL-höllinni í kvöld. Strax tólf stiga forysta KR-inga.6. mín | 16-5 | Pavel skorar þriggja stiga körfu fyrir KR. Fannar Ólafsson, fyrrverandi miðherji KR og Íslandsmeistari með félaginu, heldur einræðu yfir allt húsið sem hann beinir að dómurum leiksins. Þetta er fyndið í meira lagi. Algjör þögn og bara Fannar að öskra.4. mín | 13-5 | Watt Jr. ver skot Craions undir körfunni með tilþrifum og fær lófatak fyrir. KR ætlar í hraðaupphlaup en Guðmundur Jónsson fiskar ruðning á Pavel í upphlaupinu. Hann er ekki sáttur.3. mín | 11-5 | Darri neglir þristi fyrir KR og hinum megin hittir Gunnar Ólafsson ekki körfuna. Helgi Már bætir við tveimur stigum en Darrel skorar þriggja stiga fyrir Keflavík. Þriðji þristurinn á mínútu kemur svo frá Martin.1. mín | 2-0 | Pavel skorar fyrstu tvö stigin af vítalínunni fyrir KR. Hann keyrði að körfunni og fiskaði villu.1. mín | 0-0 | Stórleikurinn er hafinn hér í vesturbænum. Góða skemmtun.Fyrir leik: Bandaríkjamaðurinn Demond Watt Jr., sem er að spila sinn þriðja leik fyrir KR, er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn ásamt Darra Hilmarssyni. Þeir koma inn fyrir þá Magna Hafsteinsson og Brynjar Þór Björnsson sem byrja á bekknum. Brynjar og Magni voru í byrjunarliðinu í sigurleiknum gegn Njarðvík í síðustu umferð.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik og húsið er pakkfullt. Búið er að stilla upp skemmtilegri VIP-"stúku" í einu horni salsins. Þar má finna höfðingja á borð við Lúlla, liðsstjóra knattspyrnuliðs KR til margra ára, og aðra háttsetta KR-inga. Dómarar leiksins; Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson, eru mættir í sparibuxurnar og hita upp af krafti eins og leikmenn liðanna.Fyrir leik: Helstu leikmenn liðanna eru hjá KR leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij og bakvörðurinn Martin Hermannsson. Hinn ungi og efnilegi Martin er að skora mest fyrir KR-liðið eða 19,5 stig að meðaltali í leik. Pavel tekur flest fráköst (11,1 að meðaltali í leik) og gefur flestar stoðsendingar (6,8 að meðaltali í leik). Hjá Keflavík er Michael Craion, miðherjinn frábæri, oftar en ekki allt í öllu. Hann skorar 21,6 stig að meðaltali í leik og tekur 11,8 fráköst.Fyrir leik: Fólk streymir hér inn í DHL-höllina. Það ríkir mikil spenna fyrir leiknum og stefnir klárlega í fullan kofa. Arnar Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi knattspyrnumaður úr KR og Víkingi, var að setjast niður. Hann virtist spenntur. Ekki þó jafnspenntur og Einar Bollason sem var að mæta. Dómararnir fá klárlega aðhald úr stúkunni í kvöld.Fyrir leik: Sem upphitun fyrir þennan stórleik fékk Fréttablaðið þrjá af þjálfurum deildarinnar til að segja til um hvort liðið hefði vinninginn í hverri stöðu fyrir sig þegar litið er yfir byrjunarliðin. Þar hafði KR vinninginn og eins fannst þeim KR-bekkurinn sterkari. Þessa skemmtilegu grein má lesa hér.Fyrir leik: Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum suður með sjó í sjöundu umferð Dominos-deildarinnar en í síðari hálfleik smellti KR-vörnin í lás og lagði grunninn að góðum sigri vesturbæjarliðsins. Darri Hilmarsson var stigahæstur KR-liðsins í þeim leik með 19 stig. Það eru vissulega merki þess hversu KR-liðið er vel mannað að Pavel Ermolinskij, einn albesti leikmaður deildarinnar, skoraði aðeins tvö stig í þeim leik. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir 22 stig fyrir Keflavík og Craion bætti við 14 fráköstum.Fyrir leik: Keflavík tyllir sér vissulega í efsta sæti deildarinnar með sigri og verður með örlög sín í deildinni í eigin höndum. En til að hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna, komi til þess að þau endi með jafnmörg stig, þurfa Keflvíkingar að vinna með tólf stigum í kvöld. Fyrri viðureign liðanna í TM-höllinni í Keflavík lauk með ellefu stiga sigri KR, 80-71.Fyrir leik: Þennan risaleik má hæglega kalla óopinberan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. Hvort lið hefur aðeins tapað einum leik og afar líklegt að þau endi í efstu tveimur sætum deildarinnar. Eftir þennan leik eru aðeins fjórar umferðir eftir og efsta sætið gæti skipt sköpum þegar uppi er staðið. Það gefur auðvitað heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá stórleik KR og Keflavíkur í Domino's-deild karla.Finnur rökræðir við dómarana.vísir/pjeturvísir/pjetur
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira