Innlent

Ragnheiður styður ekki tillögu Gunnars Braga óbreytta

Bjarki Ármannsson skrifar
Ragnheiður er meðal félaga  í Félagi sjálfstæðra Evrópusinna.
Ragnheiður er meðal félaga í Félagi sjálfstæðra Evrópusinna. Vísir/GVA
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á Alþingi í kvöld að hún hyggðist ekki styðja tillögu utanríkisráðherra um að draga til baka aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu óbreytta.

Ragnheiður var meðal þeirra sem tóku til máls í kvöld í umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Var hún þá spurð af Kristjáni L. Möller hvort hún styddi tillögu Gunnars Braga Sveinssonar, en áður hefur fram komið að hún er ekki fylgjandi því að slíta viðræðum við Evrópusambandið.

„Nei, ég mun ekki styðja þessa tillögu óbreytta,“ sagði Ragnheiður í svari sínu.

„Það er í mínum huga alveg sama hversu erfitt verkefnið er eða þungt, þá þarf að útkljá það með einhverjum hætti og í mínum huga á ekki að útkljá þetta deiluefni nema af þjóðinni sjálfri og það í kosningum sem Alþingi boðar til.“

Hér má heyra Kristján spyrja Ragnheiði hvort hún styðji tillöguna óbreytta

Hér má svo heyra skýrt svar Ragnheiðar

Upprunalega ræðu Ragnheiðar í heild sinni mé heyra hér, en ummæli hennar sem vitnað er í í fréttinni koma fram eftir ellefu mínútur og fimmtíu sekúndur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×