Óttinn við ómöguleikann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. febrúar 2014 08:29 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun