„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 10:06 Horace Grant, hér lengst til hægri, ásamt Michael Jordan og John Paxson. „Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira