Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 20:06 Hér sést fjármálaráðherra leggja dagskrá Alþingis í pontuna. Vísir/Valli Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi. ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi.
ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52